fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 20. september 2021 09:49

Snæþór ásamt stjórnendum hlaðvarpsins - Mynd: Það er von

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snæþór Jósepsson var gestur í síðasta þætti hlaðvarpsins Það er von. Snæþór er 26 ára gamall og var alinn upp á Eskifirði. Hann talar um það að hafa átt góða æsku í þættinum og að hann hafi veri uppátækjasamur og ofvirkur sem krakki. „Ég var sem barn bara í beisli úti í garði, eins og hundur og búið að girða af svo ég myndi ekki stinga af,“ segir hann.

Frá unga aldri var Snæþór mikið fyrir adrenalín. Hann fékk ýmsar hugmyndir til að fá útrás og framkvæmdi þær með misgóðum árangri. Þegar hann var 17 ára gamall viðbeinsbrotnaði hann og fékk morfín í fyrsta skipti.

Á þessum tíma var Snæþór að stefna á að keppa í mótorkrossi. Á sama tíma var hann að flytja með fjölskyldunni sinni til Akureyrar og skipti þá um áhugamál, hann fór í fitness og byrjaði í kjölfarið að nota stera. „Á þessum tíma var ég í mikilli gremju og ég sé það þegar ég hugsa til baka. Ég var oft í mikilli vanlíðan,“ segir Snæþór og lýsir svo steraneyslunni.

„Þegar ég var kominn í þessa neyslu var ég einhvern veginn tilbúinn til þess að samþykkja að verða geðveikur í hausnum og með lítið typpi til þess að ná mínu markmiði í fitness“.

Hann náði góðum árangri í sportinu, keppti mikið og ört og varð Íslands- og bikarmeistari. Þá keppti hann einnig erlendis.

Engar hömlur

Snæþór segir svo frá því þegar hann prófaði kókaín í fyrsta skipti en einungis viku eftir fyrsta skiptið var hann kominn í daglega neyslu og farinn að selja sjálfur. „Það voru engar hömlur, það var aldrei hugmynd að sleppa því. Ég hætti fljótlega í vinnunni, sem betur fer, maður er nokkuð vel gefinn miðað við hvað maður er heimskur“.

Snæþór var í daglegri neyslu næstu árin en þegar hann hafði verið í tvö og hálft ár í neyslu fór að halla verulega undan fæti hjá honum. Þá sat hann í aftursæti bíls foreldra sinna þegar lögreglan stöðvaði bílinn. Þarna var hann með mikið magn af efnum á sér sem voru gerð upptæk.

Þar sem hann missti efnin þurfti hann að selja meira til að geta borgað fyrir það sem lögreglan tók. Hann segist hafa reynt að bjarga sér fyrir horn aftur og aftur en snjóboltinn sem hann var að velta á undan sér varð alltaf stærri og stærri.

Snæþór segir svo frá því þegar hann hálsbrotnaði á krossara en við það fékk hann uppáskrifað morfínlyfið Oxycontin. Við það sökk hann mun dýpra í neyslu.

Þakklátur fyrir hliðarsporið

Í lok júní 2019 fór Snæþór inn á Vog en hann hafði þá beðið eftir innlögn frá því í febrúar á sama ári. Hann varð edrú en fyrir 14 mánuðum síðan tók hann hliðarspor og féll eitt kvöldið.

Snæþór er þakklátur fyrir þetta hliðarspor í dag því hann lærði af því. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir,“ segir hann.

Þá segist hann vera þakklátur, hann talar um hvernig líf hans hefur breyst til hins betra eftir að hann varð edrú og byrjaði að vinna í sjálfum sér.

Hér fyrir neðan má hlusta á hlaðvarpsþáttinn:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Í gær

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Í gær

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Í gær

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins