fbpx
Mánudagur 20.september 2021
Fréttir

Stöð 2 tekur fyrir orðróm um að Reynir Bergmann sé að byrja þar með þætti – „Það er rangt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 15. september 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, segir ekkert hæft í orðróm um að Reynir Bergmann, sem hefur getið sér nafn á sviði samfélagsmiðla og fyrir fyrirtæki sitt Vefjuna, sé að byrja með þætti á Stöð2.

Þórhallur svaraði fyrir orðróminn undir færslu áhrifavaldsins og baráttukonunnar Eddu Falak á Twitter þar sem hún spurði: „Ertu að segja mér að Reynir Bergmann sé að byrja með þátt á Stöð 2?“

Viðbrögðin við færslu Eddu voru nokkuð hörð og furðuðu sig margir í athugasemdum á því að jafn umdeildur maður og Reynir væri fengið að vera með sjónvarpsþátt.

„Ég ærist. Hversu taktlaust er þetta samfélag? Af hverju fá svona menn platform?,“ segir í einni athugasemd.

„Samfélagið er svo sem ekkert taktlaust, bara ríku hvítu kk sem eiga fjölmiðlana og eru ekki með sama samfélagslega þroska og flest annað fólk. Stöð2 skilur ekkert í því af hverju gengur illa að selja áskriftir, endalaust dælandi pening í 70mín-gengið frá 20 árum síðan,“ segir annar.

Þórhallur Gunnarsson hefur fengið veður að þessari umræðu og ákveðið að kveða niður orðróminn.

„Nei, það er rangt. Reynir Bergmann er ekki að byrja með þátt á Stöð 2.“

Líklega má rekja orðróminn til myndbands sem var birt nýlega á Tik Tok, kitlu úr því er virðist þáttum sem bera nafnið „Reynir reynir sitt besta“. Þessi TikTok aðgangur er þó ekki opinber aðgangur Reynis sjálfs heldur er um að ræða gervi-aðgang eða fake-profile, sem birtir efni sem Reynir sjálfur hefur birt annars staðar.

@reynirbergmannvTEASER ! ##reynirbergmann♬ original sound – Vefjukóngurinn 👑🌯

Reynir Bergmann hefur verið nokkuð umdeildur síðustu misseri, meðal annars var hann gagnrýndur í vor fyrir ummæli sem hann lét falla í kjölfar þess að fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason var sakaður um kynferðisofbeldi, en þá sagði Reynir að „vændiskonur og mellur“ ættu að „fokka sér“.

Sjá einnig: Reynir Bergmann tjáir sig um ummælin umdeildu – „Ég er ekkert að koma hingað titrandi og grenjandi með einhvern lögfræðing“

Síðasta vetur mætti hann einnig í hlaðvarpsþátt framhaldsskólanemenda þar sem hann lét ummæli falla um vegan rauðhærða femínista sem og MH-inga sem voru harðlega gagnrýnd.

Sjá einnig: Ummæli Reynis Bergmanns harðlega gagnrýnd – „Við vissum ekki að hann væri svona grófur“

@reynirbergmannvREYNIR reynir sitt besta 💥 @solveigyr93 @katrinbirta00 #reynirbergmann #ísland #iceland #sveitin #foryoupage #fypシ♬ original sound – Vefjukóngurinn 👑🌯

Uppfært: 13:18 – Upphaflega var því haldið fram í fréttinni að TikTok aðgangurinn sem vísað er til hér að ofan væri í umsjón Reynis sjálfs. Það reyndist ekki rétt og er beðist velvirðingar á þeim mistökum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Jakobi Frímanni Magnússyni

Yfirlýsing frá Jakobi Frímanni Magnússyni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing DV: Beittu barni til að stöðva frétt

Yfirlýsing DV: Beittu barni til að stöðva frétt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefnir í erfiðan vetur fyrir ferðaþjónustuna

Stefnir í erfiðan vetur fyrir ferðaþjónustuna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Okuriðgjöld, fákeppni og fádæma góð afkoma tryggingafélaga segir FÍB

Okuriðgjöld, fákeppni og fádæma góð afkoma tryggingafélaga segir FÍB