fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Miskabætur Þórhildar og Jóhönnu hugsanlega skattskyld „gjöf“ í skilningi skattalaga

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 8. september 2021 15:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miskabætur sem eru hærri en gengur og gerist í almennri dómaframkvæmd gætu talist skattskyldar tekjur í skilningi íslenskra skattalaga. Þetta segir lögmaður og sérfræðingur í skattarétti í samtali við DV.

Mikið hefur verið rætt um fjárhæð miskabóta í máli Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Jóhönnu Helgu Jensdóttur gegn Kolbeini Sigþórssyni í samfélaginu undanfarið og hafa spurningar sprottið upp, meðal annars á samfélagsmiðlum, um hvort greiðslur sem séu jafn úr takti við miskabætur ákvarðaðar af dómstólum og þær sem um ræðir, geti raunverulega talist miskabætur.

Í 28. grein laga um tekjuskatt eru miska- og skaðabætur teknar út fyrir sviga tekna í skilningi laga um tekjuskatt, þó með ákveðnum skilyrðum. Þrátt fyrir undanþáguákvæðið gætu miskabæturnar sem þær Þórhildur Gyða og Jóhanna Helga fengu greiddar árið 2018 vegna atviks árið 2017 á B5 í miðbæ Reykjavíkur, verið skattskyldar.

Fram hefur komið að Þórhildur og Jóhanna fengu hvor eina og hálfa milljónir vegna atviksins, auk þess sem Kolbeinn greiddi Stígamótum þrjár milljónir sem hluta af uppgjörinu.

Í samtali við DV segir sérfræðingur í skattarétti að hér þurfi að líta til fordæma og vísar hann einmitt til ákvörðun yfirskattanefndar og dóms Hæstaréttar er varðar uppgjörs fyrrum sambúðarhjóna.

Í fjárskiptasamningi sem gerður var við sambúðarslitin var fasteign skráð á konuna auk þess sem maðurinn greiddi konu sinni fjörutíu milljónir í reiðufé. Samkvæmt mati yfirskattanefndar voru þessar tvær færslur, skráning fasteignarinnar og peningagreiðslan, metnar sem gjafir. Kom fram að ekki hefði verið sýnt fram á „tekjur hennar á þeim tíma sem rennt gæti stoðum undir að hún hefði með beinum eða óbeinum framlögum skapað grundvöll fyrir hlutdeild í eignarrétti umræddrar fasteignar og peningagreiðslu.“ Matið var síðar staðfest í héraðsdómi og Hæstarétti.

Fyrir forvitna má finna dóminn hér.

Í stuttu máli voru tilfærslur fjármuna við skilnaðinn, umfram það sem eðlilegt gat talist í fjárskiptum fyrrum sambúðarhjóna, skattlagt sem gjöf.

Í tölvupósti sem Almar Möller, lögmaður Kolbeins, birti um nýliðna helgi kom fram að lögmaður Jóhönnu Helgu, sem sagði sína sögu í fréttum Stöðvar 2 á föstudagskvöldið, hafi átt frumkvæði að því að áætla miskabætur í málinu. Tölvupósturinn var svohljóðandi:

„Hún sagðist mögulega vera tilbúin að falla frá kærunni gegn greiðslu miskabóta, bað mig að skoða það og heyra í þér. Ég kíkti á dómafordæmi og fyrir brot gegn 209./217. hafa miskabæturnar verið í kringum 300 þús kall.

Að teknu tilliti til þess geri ég eftirfarandi tillögu:

Miskabætur: 300.000,-

Lögmannskostnaður: 109.120,- (útkall (54þús) + 2 tímar (17þús))

ALLS: 409.120

Er þetta eitthvað sem þið gætuð mögulega fallist á?“

Viðmælandi DV segir að í ljósi mats lögmanns konunnar á fjárhæð miskabóta og fyrrnefnds dóms Hæstaréttar, væri vel hægt að færa fyrir því rök að þeir fjármunir sem greiddir voru til Jóhönnu og Þórhildar umfram þá fjárhæð væri gjöf, og því um skattskyldar tekjur að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“
Fréttir
Í gær

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“