Um klukkan 22 í gærkvöldi var dyravörður handtekinn í miðborginni en hann hafði hrint konu fyrir bíl sem var ekið fram hjá skemmtistaðnum. Hún meiddist á hendi og var flutt á bráðadeild.
Um klukkan 19 var kona handtekin við Hverfisgötu fyrir að hafa lamið vegfaranda í höfuðið með hælaskó. Ekki er vitað hvað konunni gekk til með þessu en fólkið þekkist ekki. Konan er nú í fangageymslu og verður yfirheyrð í dag.