fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Dæmd í tíu mánaða fangelsi – Sveik vörur út úr Krónunni og skrifaði á reikning Eimskips

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. ágúst 2021 13:45

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd í tíu mánaða fangelsi fyrir ítrekuð fjársvik og brot á umferðalögum. Dómur þess efnis var kveðin upp ú Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.

Brotin áttu sér stað á mánaðartímabili í apríl og maí í fyrra . Konan heimsótti hinar ýmsu verslanir Krónunnar á höfuðborgarsvæðinu og tók út vörur á reikning Eimskip hf. en með einhverjum hætti hafði hún komist yfir nauðsynlegar upplýsingar til þess.

Alls var um sjö heimsóknir að ræða og tók konan út vörur að verðmæti rúmlega 360 þúsund krónur.

Sendi reikninginn á Brim

Þá leigði hún sér bíl í fjóra daga á sama tímbili hjá Bílaleigu Akureyrar og skuldfærði leiguna á reikning útgerðarfyrirtækisins Brim hf.

Að auki var hún tekin fyrir fjögur umferðalagabrot á tímabilinu en hún hafði ekki ökuréttindi og var í þremur tilvikum undir áhrifum fíkniefna við stýri.

Í dómnum kemur fram að sakaferill konunnar  nær til ársins 1993 og hefur hún hlotið þrettán refsidóma, flesta vegna skjalafals og fjársvika, en einnig vegna annarra brota á hegningarlögum.

Auk þess að vera dæmd í tíu mánaða óskilorðsbundið fangelsi var konan áréttað að konan yrði svipt ökuréttindum ævilangt. Þá var henni gert að greiða lögmanni sínum 256 þúsund krónur í málsvarnarlaun og 352.479 krónur í annan sakarkostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Í gær

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann
Fréttir
Í gær

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Í gær

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn