fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Morðið í Sandgerði – Ragnar fær ekki að áfrýja

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 15:46

Sandgerði. Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurður Jónsson, sem sakfelldur var fyrir morð á eiginkonu sinni, fær ekki að áfrýja 14 ára fangelsisdómi sínum til Hæstaréttar. RÚV greinir frá þessu.

Í janúar á þessu ári sakfelldi Héraðsdómur Reykjaness Ragnar fyrir morðið og dæmdi hann í 14 ára fangelsi. Í júní í sumar staðfesti Landsréttur þann dóm. Ragnar sótti um áfrýjun til Hæstaréttar en því var hafnað.

Í fyrstu var talið að eiginkona Ragnars hefði orðið bráðkvödd en atvikið átti sér stað þann 28. mars árið 2020 á heimili þeirra hjóna í Sandgerði. Daginn eftir birti Ragnar Facebookfærslu þar sem hann harmaði dauða konunnar og sagði hana hafa orðið bráðkvadda. „Ást og friður frá okkur öllum. Ekki gleyma að halda utanum ykkar nánustu og njótið saman,“ skrifaði Ragnar þar fyrir hönd fjölskyldunnar.

Er lögregla kom á vettvang lá lík konunnar í sófa í stofunni og var búið að breiða teppi yfir það. Segir í skýrslu lögreglu að konan hafi verið köld viðkomu, hörund hennar fölt og hún hafi ekki sýnt nein lífsmörk. Í skýrslunni segir að ekkert á vettvangi hafi bent til þess að andlát konunnar hafi borið að með saknæmum hætti.

Niðurstaða réttarkrufningar sem barst þann 2. apríl árið 2020 bar hins vegar annað með sér, þar kom fram að áverkar voru á líkinu, meðal annars marblettir og skrámur á hálsi og blæðingar í vöðvum. Bentu niðurstöðurnar til þess að dauðsfallið hefði verið afleiðing taks annars manns um hálsinn.

Í skýrslu eftir nákvæmari rannsókn kom fram að flest benti til að dánarorsök hefði verið þrýstingur um hálsinn og krufning og smársjárskoðun hafi engar sjúkdómsbreytingar sýnt sem gætu skýrt dauðsfallið með öðrum hætti.

Dómkvaddur réttarmeinafræðingur lagði mat á þessar niðurstöður og var hans niðurstaða að áverkar á líkinu væru afleiðing svonefnds „bitlauss ofbeldis“ (e. brute force). Meiðli á hálsinum samræmdust því að konan hefði verið beitt slíku ofbeldi, með öðrum orðum kyrkt.

Ragnar hefur ávallt neitað sök og segir hann að hann og eiginkona hans hafi setið í friðsemd við áfengisdrykkju og sjónvarpsáhorf þetta kvöld. Hann sagðist ekki minnast þess að hafa tekið um háls konunnar en sagði að hún hefði verið hás og hóstað töluvert dagana á undan. Hefði hann lagt að henni að fara til læknis en hún ekki viljað það.

Hann sagðist hafa rumskað um morguninn en farið á fætur síðdegis næsta dag. Hann hefði kallað á konuna án þess að fá svar og komið að henni látinni í sófa í stofunni. Hún hefði verið köld viðkomu og hann engan hjartslátt fundið á henni er hann lagði fingur á háls hennar.

Ragnar hringdi ekki fyrst í Neyðarlínuna heldur í dóttur sína sem kom á vettvang á undan lögreglu. Fyrir dómi segist hann hafa verið viss um að konan væri látin og því ákveðið að hringja í börnin sín á undan Neyðarlínunni. Hann breiddi síðan teppi yfir konu síðan áður en börn hans – og síðar lögregla – komu á vettvang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi