fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Guðjón varð fyrir ruddalegu innbroti í Grafarvogi og er ósáttur við tryggingafélagið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 22:00

Aðsend mynd. Innbrotsþjófarnir rótuðu mikið í eigum fjölskyldunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 8. ágúst síðastliðinn kom fram í dagbók lögreglu, sem send er á ritstjórnar allra fjölmiðla, að tilkynnt hefði verið um innbrot í Grafarvogi um kl. 17 daginn áður. Gluggi hafði verið spenntur upp, mikið verið rótað í eigum og verðmætum stolið. Húsráðendur voru erlendis á meðan innbrotinu stóð.

Í dagbók lögreglu kemur enn fremur fram að par eitt væri grunað um innbrotið en það hefði þegar verið handtekið skömmu áður í hverfinu, þar sem fólkið var með bakoka og töskur, og var grunað um þjófnað. Í fórum parsins fundust gögn merkt húsráðendum þar sem brotist hafði verið inn.

Málið er enn í rannsókn lögreglu en húsráðandinn, Guðjón J. Erlendsson, er afar ósáttur við vinnubrögð tryggingafélagsins  VÍS í málinu. Hann hefur fengið bréf frá VÍS þess efnis að innbrotið sé ekki talið bótaskylt þar „sem að varúðarreglu um að loka gluggum var brotin,“ eins og segir orðrétt í svari til Guðjóns frá sérfræðingi VÍS.

Aðsend mynd frá vettvangi innbrotsins.

Guðjón hefur sjálfur ekki fengið að sjá lögregluskýrslu í málinu en telur að augljóst sé að VÍS hafi fengið að sjá skýrsluna og eitthvað í henni hljóti að hafa gefið tryggingafélaginu þær hugmyndir að hann hafi skilið eftir opinn glugga. Það sé hins vegar óhugsandi, hann viti vel sjálfur að hann hafi skilið alla glugga eftir lokaða er hann yfirgaf heimilið og fór til útlanda um þetta leyti.

„Við höfum verið hjá VÍS í 20 ár með heimilistryggingar, innbústryggingu, bílatryggingar og innbúskaskó. Ég hef alla tíð verið með mjög ánægður með viðskiptin hjá VÍS þangað til ég fékk þessa tilkynningu frá þeim, að þeir myndu ekki bæta þetta tjón vegna lögregluskýrslu sem þeir fengu í hendur. Ég hef ekki fengið að sjá nein gögn varðandi innbrotið hjá Vís né lögreglunni, hef ég reynt ítrekað að fá að sjá þessi gögn og mér er sagt  frá rannsóknalögreglunni að þetta sé í vinnslu,“ segir Guðjón í samtali við DV.

Sem betur fer hefur Guðjón þó fengið eitthvað bætt því hluti af þýfinu hefur fundist við rannsókn lögreglu og verið komið í hendur hans. Varðandi það þýfi sem ekki hefur fundist verður Guðjón hins vegar óbættur ef svo fer fram sem horfir, þar sem tryggingafélagið viðurkennir ekki bótaskyldu. Er hann mjög ósáttur með það.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst