fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Ákært vegna myndbirtingar á alræmdri íslenskri hefndarklámssíðu – Sagður hafa dreift nektarmynd af fyrrverandi

Heimir Hannesson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 11:17

Það telst til tíðinda að ákært sé fyrir hefndarklám á umræddri hefndarklámssíðu. mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot og ærumeiðingar gegn fyrrum kærustu sinni og jafnöldru. Er maðurinn sagður hafa vistað nektarmynd sem konan sendi manninum af sér og sýndi annað brjóst hennar. Samkvæmt ákærunni mun maðurinn hafa fengið myndina senda á bilinu lok nóvember 2017 til haustsins 2018. Þá voru þau bæði á bilinu 16 til 17 ára gömul.

Í lok árs 2018 mun maðurinn hafa sett þessa sömu mynd inn á alræmda hefndarklámssíðu sem geymir mikið magn mynda af íslenskum konum sem settar hafa verið inn í óþökk þeirra.

Undir myndina skrifaði maðurinn nafn konunnar og spurði hvort aðrir ættu fleiri myndir af henni. „Eitthver með fleiri? Hún sendir ef þú biður um,“ skrifaði maðurinn.

Vefsíðan sem um ræðir hefur oft verið til umræðu í fjölmiðlum. Þar inni hafa farið fram nafnlausar dreifingar á nektarmyndum og myndböndum af íslenskum stelpum og konum. Oft eru viðfangsefni myndanna undir lögaldri. Þá hefur vefsíðan jafnframt verið notuð til þess að auglýsa vændi.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að hefta útbreiðslu hefndarkláms á síðunni virðist þær ekki hafa tekist, enda síðan enn opin. Erfitt hefur verið að sækja þá sem dreifa myndum þar inni til saka sökum nafnleyndar á síðunni, og er umrætt mál því af þeim sökum nokkuð sérstakt.

Karlmaðurinn er að lokum ákærður fyrir að hafa sent sömu mynd af fyrrum kærustu sinni í farsíma stelpu sem þá var 15 ára.

Fyrrum kærasta mannsins og brotaþoli í málinu gerir kröfu um að maðurinn greiði sér eina og hálfa milljón í miskabætur auk þóknunar réttargæslumanns.

Héraðssaksóknari sækir málið og gerir kröfu um að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til þess að greiða allan sakarkostnað.

Ákært er fyrir brot gegn tveim greinum almennra hegningarlaga. Sú fyrri snýr að framleiðslu, öflun og dreifingu eða birtingu á texta, ljósmyndum eða myndböndum af kynferðislegum toga án samþykkis og er þar allt að fjögurra ára fangelsi lagt við verknaðinum.

Í seinni greininni sem um ræðir segir að sá sem móðgar eða smánar fyrrum maka sinn þannig að um stórfelldar ærumeiðingar sé að ræða, skuli sæta fangelsi í allt að tvö ár.

Málið hefur þegar verið þingfest og er næst fyrirtaka á því í september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum