fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Harpa verður fjólublá á miðnætti og Perlan varð fjólublá í gærkvöld – Þetta er ástæðan

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá miðnætti í gærkvöld hefur Perlan í Öskjuhlíð skartað fjólubláum lit. Það sama mun Harpa gera frá miðnætti í kvöld.

Tilefnið er herferðin #wethe15 sem tengist Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics, en það hefst í Tokíó þann 24. ágúst. Íslendingar senda glæsilegan hóp á mótið sem nú er í æfingabúðum á mótsstaðnum.

Fréttir og myndbönd frá mótinu munu birtast reglulega á Facebook-síðu Íþróttasambands fatlaðra.

Á vefsíðu sambandsins fer Þórður Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra, nokkrum orðum um átakið #wethe15 en í því felst meðal annars ákall 15% íbúa heimsins, sem eru fatlaðir, til hinna 85 prósentanna um að gefa gaum að getu þeirra til að vera virkir þegnar í samfélagi við aðra menn:

„Samstarfsaðilar um verkefnið skora á alla til þess að fylgjast með Paralympics leikunum sem hefjast í Tokyo 24. ágúst og standa til 5. september 2021 þar sem fatlað íþróttafólk tekur þátt í  afreksíþróttum á jafnréttisgrundvelli. Yfirfærum þessa vitneskju á almennt viðhorf okkar til fatlaðra og getu þeirra til að stunda atvinnu og að lifa við jafnrétti og njóta virðingar í samfélagi þegna hvers lands.“

Spennandi Ólympíumót, Paralympics, er framundan og eru allir hvattir til að fylgjast með í sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Genginn aftur í þjóðkirkjuna eftir langa fjarveru – „Snjallt hjá stjórnvöldum að láta fólk ráðstafa sínum sóknargjöldum“

Genginn aftur í þjóðkirkjuna eftir langa fjarveru – „Snjallt hjá stjórnvöldum að láta fólk ráðstafa sínum sóknargjöldum“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands