fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Húsafellsdeilan leiðir gott af sér – Sæmundur á Húsafelli gaf Björgunarsveitinni Brák fimm milljónir króna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 11:00

Sæmundur Ásgeirsson á Húsafelli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku lauk hinni svokölluðu Húsafellsdeilu með samkomulagi milli eigenda Húsafellsjarðarinnar og sveitarstjórrnar Borgarbyggðar. Deilan er flókin og varðar meðal annars ósamkomulag um deiliskipulag á svæðinu og rekstrarleyfi fyrir gistiheimilið Gamla bæ. Sá hluti deilunnar sem var mest áberandi í fjölmiðlum varðaði byggingu undir steinasafn myndhöggvarans Páls Guðmundssonar, sem reist hafði verið í óleyfi, en honum var gert samkvæmt dómi héraðsdóms að láta rífa. Eftir samkomulagið í síðustu viku liggur hins vegar fyrir að nágranni Páls, Sæmundur Ásgeirsson, ætlar ekki að fullnusta dóminn og steinasafnið verður ekki rifið.

Hluti af samkomulaginu var fimm milljóna króna greiðsla Borgarbyggðar til Sæmundur. Þá upphæð lætur hann hins vegar rennar til Björgunarsveitarinnar Brákar. Frá þessu segir í tilkynningu frá Björgunarsveitinni, þar sem farið er fögrum orðum um Sæmund:

„Það er ekki nóg með að öðlingurinn hann Sæmundur Ásgeirsson komi færandi hendi með matarmiklar súpur og ilmandi vöfflur þegar flugeldasalan okkar er í hámarki heldur ánafnaði hann Björgunarsveitinni Brák peningaupphæð sem honum var greidd í sl. viku vegna Húsafellsmálsins svokallaða. Það voru hvorki meira né minna en 5 milljónir og renna þær beint í húsbygginguna okkar. Þetta hefur ótrúlega mikið að segja þar sem það er meira en að segja það að byggja upp nýja björgunarmiðstöð. Við þökkum okkar velgjörðarmanni innilega fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi