fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Húsafellsdeilan leiðir gott af sér – Sæmundur á Húsafelli gaf Björgunarsveitinni Brák fimm milljónir króna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 11:00

Sæmundur Ásgeirsson á Húsafelli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku lauk hinni svokölluðu Húsafellsdeilu með samkomulagi milli eigenda Húsafellsjarðarinnar og sveitarstjórrnar Borgarbyggðar. Deilan er flókin og varðar meðal annars ósamkomulag um deiliskipulag á svæðinu og rekstrarleyfi fyrir gistiheimilið Gamla bæ. Sá hluti deilunnar sem var mest áberandi í fjölmiðlum varðaði byggingu undir steinasafn myndhöggvarans Páls Guðmundssonar, sem reist hafði verið í óleyfi, en honum var gert samkvæmt dómi héraðsdóms að láta rífa. Eftir samkomulagið í síðustu viku liggur hins vegar fyrir að nágranni Páls, Sæmundur Ásgeirsson, ætlar ekki að fullnusta dóminn og steinasafnið verður ekki rifið.

Hluti af samkomulaginu var fimm milljóna króna greiðsla Borgarbyggðar til Sæmundur. Þá upphæð lætur hann hins vegar rennar til Björgunarsveitarinnar Brákar. Frá þessu segir í tilkynningu frá Björgunarsveitinni, þar sem farið er fögrum orðum um Sæmund:

„Það er ekki nóg með að öðlingurinn hann Sæmundur Ásgeirsson komi færandi hendi með matarmiklar súpur og ilmandi vöfflur þegar flugeldasalan okkar er í hámarki heldur ánafnaði hann Björgunarsveitinni Brák peningaupphæð sem honum var greidd í sl. viku vegna Húsafellsmálsins svokallaða. Það voru hvorki meira né minna en 5 milljónir og renna þær beint í húsbygginguna okkar. Þetta hefur ótrúlega mikið að segja þar sem það er meira en að segja það að byggja upp nýja björgunarmiðstöð. Við þökkum okkar velgjörðarmanni innilega fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“