fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Sögð hafa dreift mynd af barni á klósetti á vistunarheimili fyrir börn með fatlanir – Verður dregin fyrir dóm í ágúst

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 13:00

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært fyrrverandi starfsmann á skammtímavistun fyrir börn og ungmenni með fötlun í Garðabæ fyrir að hafa tekið mynd af barni þar sem það sat á klósettinu og sent myndina áfram til utanaðkomandi aðila.

Ekki er tilgreint í ákærunni til hvers konan sendi myndina, eða til hve margra. Atvikið mun hafa átt sér stað í febrúar 2019.

„Með athæfi sínu sýndi ákærða af sér vanvirðandi, ruddalega, ósiðlega og móðgandi háttsemi í garð [barnsins], sem þar dvaldi í skammtímavistun ætluð börnum og ungmennum með fötlun,“ segir í ákærunni.

Er konan ákærð fyrir brot á ákvæðum barnaverndarlaga er snúa að vanvirðandi háttsemi gagnvart barni, og að sýna barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særa það eða móðga. Varða þessi brot við tveggja og þriggja ára fangelsi. Þá er það sérstaklega tilgreint í ákærunni, að konan hafi verið opinber starfsmaður og vísað til ákvæðis í hegningarlögum sem heimilar að bætt sé við refsinguna allt að helming hennar, sé brotið framið af opinberum starfsmanni sem telja verður misnotkun á stöðu hans.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í lok ágúst næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“