fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Kennaradrama í héraðsdómi – Var ósáttur við uppsögn og stefndi skólanum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. júlí 2021 17:10

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur féll þann 20. júlí í máli stærðfræði- og viðskiptafræðikennara við ónefndan framhaldsskóla hér á landi, sem stefndi ríkinu vegna uppsagnar hans  við skólann vorið 2018.

Kennarinn krafðist þess að uppsögnin yrði ógilt og honum yrðu dæmdar þrjár milljónir króna í miskabætur.

Maðurinn var ráðinn til skólans árið 2007 og fastráðinn árið 2010. Við upphaf skólaárs 2017 lá fyrir að aðsókn að tilteknum námsbrautum í skólanum hafði dregist saman með þeim afleiðingum að kennslumagn í stærðfræði og viðskiptagreinum hafði dregist saman. Skólameistari og aðstoðarskólameistari gerðu þá samanburð á fjórum kennurum í stærðfræði, viðskiptagreinum og upplýsingatækni. Lagt var mat á fjóra þætti og niðurstaðan var sú að umræddur kennari fékk lægsta matið, meðal annars í kennslumati nemenda á gæðum kennslu hans.

Sagði að uppsögnin hefði verið ákveðin fyrirfram

Kennarinn heldur því fram að skólameistari hafi þegar tekið ákvörðun um að segja sér upp áður en matið á hæfni kennaranna fór fram. Hann hefði kallað sig til fundar í nóvember árið 2017 og hvatt sig til að skoða aðra möguleika en kennslu við skólann.

Þá heldur kennarinn því fram að uppsögn hans hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög, samkvæmt þeim hefði ekki skólameistari ekki haft umboð til að segja honum upp störfum án þess að bera ákvörðunina undir skólanefnd.

Þá gerði kennarinn ítarlegar athugasemdir við kennaramatið þar sem hann var metinn síst hæfur af kennurunum fjórum.

Voru boðin önnur verkefni

Skemmst er frá því að segja að héraðsdómur ómerkti meira og minna allan málatilbúnað kennarans. Til dæmis þá fullyrðingu hans að uppsögn hefði verið ákveðin fyrirfram því skólameistari hefði kallað sig á fund í nóvember og hvatt sig til að hugleiða aðra kosti en kennslu við skólann. Gögn málsins sýna að matið á kennurunum fór fram snemma í nóvember og það var komið af stað eða því jafnvel lokið þegar þetta samtal fór fram.

Þá kom enn fremur fram að kennaranum höfðu verið boðnir aðrir kostir, til dæmis skjalavarsla í hálfu starfi og kennsla í hálfu starfi. Þeim tilboðum hafði hann hafnað og því var fullreynt um sáttaleiðir þegar honum var sagt upp.

Kröfur kennarans um að uppsögnin yrði ógilt og miskabætur var því hafnað.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi