fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Ferðamenn týndu bíl sínum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 05:41

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 17 í gær óskuðu erlendir ferðamenn eftir aðstoð lögreglunnar því þeir fundu ekki bifreið sína. Lögreglan aðstoðaði ferðamennina við að leita að bifreiðinni nærri þeim stað þar sem þeir sögðust hafa lagt henni en án árangurs. Talsvert af persónulegum munum ferðamannanna var í bifreiðinni og því mikið í húfi. Klukkan 04.45 fannst bifreiðin síðan töluvert frá þeim stað þar sem ferðamennirnir sögðust hafa lagt henni. Ekki var að sjá að hún hefði verið hreyfð. Málið endaði því vel fyrir ferðamennina sem eiga flug til síns heima í dag.

Í miðborginni var rafmagnshlaupahjóli stolið á sjöunda tímanum í gær. Vitað er hver stal því og er málið í rannsókn. Tilkynnt var um líkamsárás og þjófnað við heimahús í miðborginni rétt fyrir klukkan sjö í gær. Lögreglan ræddi við brotaþola og vitað er hver gerandinn er og er málið í rannsókn.

Á áttunda tímanum var tilkynnt um innbrot í geymslu í miðborginni.

Um klukkan 23 voru tveir handteknir í miðborginni, grunaðir um líkamsárás. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Einn var handtekinn í miðborginni á öðrum tímanum í nótt eftir að tilkynnt var að viðkomandi væri að fara inn í bifreiðar sem hann átti ekki. Hann reyndist eftirlýstur vegna annars máls og var því handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Á öðrum tímanum í nótt féll maður af rafmagnshlaupahjóli í miðborginni og slasaðist. Lögregla og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang.

Á þriðja tímanum í nótt var ölvaður maður handtekinn við veitingastað í miðborginni en hann var til vandræða. Hann var vistaður í fangageymslu.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi en sá er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum