fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Fréttir

Byrjað að blása útihátíðir af – Flúðir fyrstar að fjúka

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 12:18

Flúðir. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og flestir Íslendingar vita þá hefur Covid-19 smitum fjölgað gríðarlega undanfarna daga. Nú styttist í Verslunarmannahelgina en sú helgi er ein stærsta, ef ekki stærsta ferðahelgi ársins hér á landi. Um Verslunarmannahelgina fara fram margar útihátíðir út um allt land og hefur verið tvísýnt síðustu daga hvort þær fari allar fram. Nú hefur þeirri fyrstu verið aflýst.

Það er fjölskyldu- og bæjarhátíðiðin Flúðir um Versló sem er fyrst að fjúka en hátíðin mun ekki fara fram árið 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á Facebook-síðunni Flúðir um Versló. „Flúðir um Versló mun ekki fara fram 2021. Þessi ákvörðun er okkur þungbær en niðurstaðan er þessi. Við komum (vonandi) sterkari og stærri til baka 2022. Engin skipulögð dagskrá verður á okkar vegum á Flúðum þetta árið,“ segir í tilkynningunni. „Verum örugg og hugum mjög mjög vel að persónulegum smitvörnum. Látum ekki pestina hafa meira af okkur!“

Margir óttast eflaust að fleiri útihátíðir þurfi að taka pokann sinn í ár. Djammþyrstur ungdómurinn og Eyjamenn naga á sér neglurnar þessa dagana og binda vonir við það að Þjóðhátíð verði ekki aflýst enn einu sinni. Miðað við fréttir dagsins verður það þó sífellt líklegra að Þjóðhátíð fari ekki fram. Í gær byrjaði til að mynda veðmálasíða að bjóða fólki upp á að veðja hvort Þjóðhátíð í Eyjum fari fram í ár en stuðullinn á því að hún fari ekki fram hefur farið lækkandi síðan opnað var fyrir veðmálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat
Fréttir
Í gær

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“
Fréttir
Í gær

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu
Fréttir
Í gær

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“
Fréttir
Í gær

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“