fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Sky Lagoon sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki verður gerður greinarmunur á kynjum um hvað séu fullnægjandi sundföt“

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 19. júlí 2021 14:47

Sky Lagoon Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ljósi umræðu sem skapast hefur undanfarna daga hefur Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon, sent frá sér tilkynningu. Forsaga málsins er sú að kvenkyns gesti var vikið úr lauginni fyrir að vera ber að ofan.

Sjá einnig: Diljá var rekin upp úr Sky Lagoon fyrir að vera ber að ofan – „Þvílík. Fokking. Niðurlæging. Ég fór að gráta í miðju lóni“

Í skilmálum laugarinnar stóð einungis að gestir þyrftu að vera í sundfötum en hvergi skilgreint að mismunandi reglur gildu fyrir hvert kyn fyrir sig. Konan segist hafa verið tíður gestur í sundlaugum Reykjavíkurborgar og aldrei verið vikið upp úr fyrir að vera ber að ofan.

Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon Mynd/Valli

Héðan í frá mun Sky Lagoon ekki gera greinarmun á kynjum og hvað séu fullnægjandi sundföt.

Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni.

„Um liðna helgi var gestur Sky Lagoon beðin um að hylja brjóst sín í lóninu. Í kjölfarið fór af stað umræða varðandi reglur um sundfatnað.

Margir hafa tjáð sig við okkur og viðrað mismunandi skoðanir um hvað séu fullnægjandi sundföt kynjanna.

Ljóst er að það eru mjög skiptar skoðanir á þessu máli. Eftir að hafa skoðað málið betur komumst við að þeirri niðurstöðu að túlkun viðkomandi á skilmálum okkar átti rétt á sér. Við viljum því þakka henni fyrir að vekja athygli okkar á þessu.

Ekki verður gerður greinarmunur á kynjum um hvað séu fullnægjandi sundföt hjá Sky Lagoon. Frá upphafi hefur fyrirtækið lagt sig mikið fram við að taka jafn vel á móti öllum gestum. Sky Lagoon leggur áherslu á að það er það sem við viljum standa fyrir.

Hér eftir sem hingað til bjóðum við hjá Sky Lagoon öll velkomin í lónið með von um að upplifun okkar gesta verði sem best.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst