Í gær var greint frá alvarlegu vinnuslysi í Reykjanesbæ á byggingarsvæði er maður varð undir steini. Fjölmennt lið viðbragðsaðila fór á staðinn.
Maðurinn sem varð undir steininum er nú látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
Um er að ræða karlmann á fimmtugsaldri. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins.