fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Wiktoría reið út í íslenskt samfélag og Marriott-hótelkeðjuna – „Ég gaf þessu landi 14 bestu ár ævi minnar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wiktoria Joanna Ginter er pólsk kona sem búið hefur á Íslandi í 14 ár, talar íslensku, á dóttur sem er fædd og uppalin á landinu og hefur almennt aðlagast íslensku samfélagi. Wiktoria hefur alltaf átt erfitt með að fá starf hér á landi í samræmi við hæfni sína og menntun. Á því virtist ætla að verða breyting er Marriott-Edition hótelkeðjan sýndi áhuga á umsókn Wiktoriu um starf veitingastjóra á veitingastað hótelsins sem er að fara að opna við Hörpu.

Raunar var nánast búið að ganga frá ráðningu Wiktoriu í starfið er í ljós kom að hún átti að einungis að fá greitt jafnaðarkaup en ekkert álag fyrir yfirvinnu. Hafði hún þá slegið mjög af kröfum sínum varðandi grunnlaunin en síðan kom í ljós að hún átti ekki að fá frekari laun, hvað sem liði kvöldvöktum og aukavinnu.

Wiktoria fór fram á að þetta yrði endurskoðað og hún fengi fund til að semja um launin upp á nýtt, en þá vera henni tjáð að ekki væri lengur áhugi á henni í starfið og væri ástæðan sú að hún sé ekki heimamaður.

Wiktoria fer yfir málið í pistli á Facebook-síðu sinni sem birtist á ensku og í íslenskri vélþýðingu. Hún segir meðal annars:

„14 bestu ár ævi minnar hefu ég gefið þessu landi. Ég hef aðlagast samfélaginu fullkomlega, lært tungumálið, unnið að því að kynna íslenska náttúru og menningu, ég hef tekið þátt viðburðum erlendis frá sem hafa auðgað íslenska menningu, ég hef unnið í  mörgum starfsgreinum og tekið þátt í pólitísku starfi. Eignast marga vini frá öllum landshornum. Eignast tvö fulleg börn. Gift mig…

Og samt telst ég ekki til heimamanna. Ég ber ekki íslenskt nafn. Ég verðskulda ekki að vera hluti af íslenska vinnumarkaðnum á sama stigi og einhver sem á íslenskt vegabréf. Allt sem mér er ætla að gera er að þrífa hús þeirra sem eru minni en ég sjálf. Bara út af því.“

Wiktoria segir að Pólverjar séu oft sakaðir um rasisma en munurinn á Íslendingum og Pólverjum sé sá að þeir síðarnefndu komi til dyranna eins og þeir eru klæddir á meðan Íslendingar þykist vera þróaðir og umburðarlyndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“