fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Íslensk kona skotmark grófra ofsókna – Sögð bjóða upp á kynlífsþjónustu og vilja láta nauðga sér

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung íslensk kona opnaði sig um ofsóknir sem hún hefur orðið fyrir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Um er að ræða netofsóknir, en sem dæmi birtust auglýsingar í hennar nafni þar sem boðið var upp á kynlífsþjónustu, og hún sögð vilja láta nauðga sér. Svo virðist sem fyrrverandi sambýlismaður hennar sé á bak við ofsóknirnar, en konan vildi ekki koma fram undir nafni vegna ótta við hefndaraðgerðir frá honum. Hún segir ofsóknirnar hafa byrjað fyrir þremur árum:

„Þá fæ ég upplýsingar um það að það séu til auglýsingar um að ég sé að bjóða upp á einhvers konar kynlífsþjónustu. Þar kom svo fram að það sé minn kynferðislegi vilji að ég vilji láta ókunnugan mann finna mig á skemmtistað sem ég fór oft á á þeim tíma og vilji láta nauðga mér í húsasundi,“

Auglýsingarnar mátti rekja til samfélagsmiðilsins Whisper, en sú síða er þekkt fyrir að leyfa notendum sínum að njóta nafnleyndar. Yfirleitt er lítið persónurekjanlegt á síðunni, en svo var ekki í tilfelli konunnar. Hún segist hafa fundið heimilisfangið sitt, símanúmer, samfélagsmiðlareikninga og nafnið sitt.

Konan segir að tveir karlmenn hafi haft samband við hana vegna auglýsingarinnar. Í gegn um annan þeirra hafi hún komist yfir samskipti við þann sem setti auglýsingarnar upp. Fullyrt er að um afar ógeðfelld skilaboð sé að ræða þar sem því var haldið fram að hún byði upp á „grófar kynlífsathafnir“.

Í kjölfarið hafi konan sjálf haft samband við einstaklinginn á bak við auglýsingarnar, en á fölskum forsendum. Sá sagðist vilja að konunni yrði nauðgað. Einnig gerði hann afar lítið úr útliti hennar

Í frétt Stöðvar 2 lýsti konan frekari ofsóknum, sem voru í formi YouTube-myndbanda. Og þá var tekið fram að ekki væri búið að lögfesta auðkennisþjófnað á Íslandi, en mál hennar hafi legið á borði lögreglu í eitt ár en engin niðurstaða komin í það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“