Alvarlegt vinnuslys varð á byggingarsvæði í Reykjanesbæ á öðrum tímanum í dag þegar maður varð undir steini.
Fjölmennt lið viðbragsaðila fór þegar á vettvang. Lögreglan og Vinnueftirlitið rannsaka slysið.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.