fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Þaulskipulögð framleiðsla fíkniefna og landabrugg kostaði Dawid tveggja ára fangelsi

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 16:00

Mynd úr safni/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi Dawid Grynig í tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og áfengislagabrot.

Héraðssaksóknari sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Í ákærunni kemur fram að Dawid hafi þann 8. apríl verið gripinn með um 38 kíló af fíkniefnum í Hafnarfirði. Hluti efnanna hafði Dawid framleitt sjálfur á staðnum en meðal haldlagðra muna í aðgerð lögreglu var mikið magn tækja og tóla sem hann er sagður hafa nýtt sér við framleiðsluna. Á meðal efnanna voru um 37 kíló af kannabisefnum auk 800 gramma af amfetamíni.

Þá er Dawid dæmdur fyrir að hafa haft 53 lítra af gambra á sama stað og fíkniefnin, í Hafnarfirði, en gambrinn var 14% að áfengisstyrk. Gambri er fenginn með því að láta sykurvatn gerjast þar til það nær hámarksstyrk. Gambrinn er svo eimaður til þess að ná áfenginu úr lausninni. Afurð þessarar framleiðslu er landi.

Tvennt var upphaflega ákært í málinu, en í ljósi skýlausrar játningar Dawids, og orða hans um að hann hafi einn verið að verki var fallið frá ákæru gegn hinum einstaklingnum og Dawid einn sakfelldur.

Kemur fram í dómnum að sakaferill Dawids sé hverfandi, en í ljósi alvarleika brotanna og hve skipulögð og umfangsmikil brotin voru, þótti dómnum ekki tækt að skilorðsbinda refsinguna.

Til viðbótar við tveggja ára fangelsisdóm þarf Dawid að sæta upptöku á fíkniefnunum, tækjunum og tólunum til fíkniefnaframleiðslunnar og 53 lítra af gambra. Til frádráttar fangelsisrefsingunni kemur gæsluvarðhaldið sem Dawid sætti frá 9. apríl að dómsuppkvaðningu fyrir helgi.

Dóminn má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“