fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Steinar útrýmir lúsmýinu – Skordýrum fer fjölgandi á Íslandi, meira magn og fleiri tegundir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að skelfilegar sögur hafi borist undanfarið af Íslendingum illa bitnum af lúsmýi í sumarhúsum þá hefur minna borið á mýinu þetta árið en mörg undanfarin ár. Raunar hafa síðasta sumar og það sem af er þessu sumri verið rólegri með tilliti til lúsmýs en sumarið 2019 og árin þar á undan.

Kalt vor hefur þarna áhrif en lúsmýið gæti hæglega sótt í sig veðrið seinni hluta sumarsins ef hlýtt verður í veðri. „Þetta gæti versnað og þessi kvikindi geta herjað á okkur alveg út ágúst,“ segir meindýraeyðirinn Steinar Guðbergsson en hann hefur tekist á við þessa plágu með góðum árangri. „Ég varð fyrst var við lúsmý árið 2013 en það rataði ekki í fjölmiðla fyrr en 2015.“

Rétt er að koma því á hreint að samkvæmt Steinari eru ekki aðrar tegundir bitmýs sem valda slæmu bitsárum á Íslandi. DV birti föstudaginn 9. júlí frétt sem vakti mikla athygli, um bitvarg í sumarbústað á Suðurlandi, en handleggir manns voru þaktir bitsárum:

Mýflugur herja á sumarbústað á Suðurlandi

DV bar myndir af bitsárum mannsins undir Steinar sem segir að hér geti aðeins lúsmý verið að verki. „Það er ekkert skordýr á Íslandi sem bítur svona nema lúsmý,“ segir Steinar.

Skordýraplágan hefur ekki verið mikil það sem af er sumri eftir kalt vor og segist Steinar til dæmis lítið verða var við köngullær. Þá sé geitungurinn seint á ferðinni en stutt er síðan hann fékk fyrstu símtölin vegna geitungabúa þetta sumarið. Allt getur þetta þó breyst enda mikið eftir af sumrinu.

Aðspurður segir Steinar að almennt hafi skordýrum farið fjölgandi á Íslandi undanfarin ár bæði hvað varðar magn og fjölda tegunda. „Þegar ég byrjaði í þessu fyrir 16 árum hélt ég að þetta yrði bara ágætt aukadjobb en fljótlega var þetta orðið fullt starf,“ segir Steinar sem hefur mikið að gera við að eyða skordýrum og öðrum meindýrum. Fyrir þessu eru, að mati Steinars, tvær ólíkar ástæður. Önnur snýst um veðurfarið:

„Veðurfar hefur farið hlýnandi á Íslandi og það er tempraðra. Það er ekki mikill kuldi á veturna og ekki mikill hiti á sumrin, sveiflan er oftast á bilinu frá mínus tveimur gráðum og upp í tíu plús. Í Svíþjóð er sveiflan frá 30 gráðum mínus upp í 35 stiga hita. Miklu meiri sveiflur.“

Hin ástæðan segir Steinar að sé aukinn ferðamannastraumur og fólksflutningar til landsins. Hefur það meðal annars birst í mun fleiri útköllum vegna veggjalúsar (e. bed bugs) sem bæði Íslendingar koma með sér til landsins eftir ferðalög erlendis og berst með erlendum ferðamönnum hingað til lands.

Þá segir Steinar að kakkalökkum hafi fjölgað hér á landi en þeir hafi fyrst og fremst komið með fólki frá Austur-Evrópu sem sest hafi hér að. Sú fjölgun hafi átt sér stað fyrir nokkrum árum en kakkalakkaútköllum hafi hins vegar ekki fjölgað allra síðustu ár.

Þola ekki ljós en sækja samt í það

Lúsmý sækir í skugga og myrkvuð skjól og Steinar líkir kvikindunum við vampírur sem þola ekki sólarljósið en sjúga blóð úr fólki í myrkri. „Þegar ég er að eitra gegn þessu þá er ég að eitra upp undir þakskegg og í alla glugga að innan og utan. Þessi dýr þurfa skjól fyrir sól og rigningu. Rigningin tekur ekki eitrið og þegar lúsmýið snýr aftur þá bíður eitrið eftir því. Eitrið virkar nefnilega svolítið lengi.“

Steinar selur hátíðnifælur sem duga vel gegn lúsmýi en þær eru líka til í Húsasmiðjunni. „Annað gott ráð er að hafa kveikt á viftu í herberginu.“

Steinar segir að lúsmýið leiti skjóls á dimmum stöðum. „Hún heldur sig í þakskeggi og inni í opnanlegum fögum. Lúsmý hræðist sólina vegna þess að sólin þurrkar kvikindið upp vegna smæðar þess.“ – Þrátt fyrir þessa ljósfælni er mikilvægt að bjóða lúsmýinu ekki upp á kvöldljós því eftir að skyggja tekur sækja þær í ljósið:

„Hún fer á ferðina á kvöldin og sækir þá í ljós þannig að ef þú hefur ljós og opinn glugga á kvöldin þá þyrpast þær inn,“ segir Steinar. Hann býður upp á sérstaka flugnaspaða sem duga vel gegn lúsmýi: „Þetta eru sérstök blá ljós og límspjald fyrir framan. Ef þú setur slíkt upp þá sækja þær í bláa ljósið en festast í líminu. En þú verður að setja þetta rétt upp í bústaðnum. Ekki bara setja þetta á borðið þar sem það skín út um gluggann því þá ertu að bjóða öllu lúsmýinu á svæðinu inn til þín. Fínt að setja þetta upp á gangi þar sem ljósið skín ekki út. Einnig þarf að huga að því að skipta um límspjald ef þær sækja mikið í þetta.“

Þegar upp er staðið er besta ráðið gegn lúsmý að hringja í meindýraeyði því meindýraeyðar á borð við Steinar kunna þau ráð sem duga til að útrýma þessari plágu úr sumarhúsinu.

Lúsmý elskar reynitré

Steinar segir áhugavert og sláandi hvað lúsmý sækir mikið í reynitré umfram aðrar trjátegundir og kann hann eina góða sögu um það. „Það var kona í 40 íbúða blokk sem var illa bitin af lúsmý, en hún var eini íbúinn í húsinu sem lenti í því. Ástæðan var sú að fyrir utan húsið stóð reynitré og ein greinin á trénu slútti niður að svefnherbergisglugga konunnar. Þegar ég er að eitra fyrir þessu þá sé ég stundum skýin af flugum takast á loft frá reynitrénu á flótta undan eitrinu. Já, það er eins og þær elski treynitré umfram annan trjágróður.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf