fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Fundu býflugnabú í loðfeldi sem geymdur var ofan í skúffu

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 21:00

Myndir/Aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heru Dögg Hjaltadóttur brá heldur betur í brún þegar hún fann býflugnabú í loðfeldi heima hjá sér og foreldrum sínum á Álftanesi.

„Það voru alltaf býflugur inni heima, inni í þvottahúsi aðallega þar sem búið var þar. Ég var alltaf að reyna að bjarga þeim út og skildi ekki í því að þær kæmu alltaf aftur inn. Ég hélt að það væri bú fyrir utan svo var ég bara að leita, þá sá ég þær skríða út um hliðina á vírskúffunni,“ segir Hera í samtali við DV en loðfeldurinn var geymdur ofan í vírskúffu líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

@birtaoskhjHver hefur ekki fundið eitt stk býflugnabú inni hjá sér? ##beehive ##bees ##bee ##honey 🐝🐝 @heradh @lindabjort♬ MONTERO (Call Me By Your Name) – Lil Nas X

Systir hennar, Birta Ósk Hjaltadóttir, birti myndband af flugunum á TikTok en hún kom í heimsókn þegar verið var að fjarlægja flugurnar.

Flugurnar höfðu verið inni í þvottahúsinu í mánuð en búið fannst ekki fyrr en í síðustu viku. Hera ákváð þó að leyfa býflugunum að lifa og halda áfram að gera búið sitt.

„Við settum feldinn í dekk úti í garði þannig þær geta haldið áfram að búa þar. Ég kíkti á þær í gær og þær voru bara tvær. Það sést í myndbandinu þegar drottningin flýgur í burtu,“ segja þær systur en þær hafa ekki tekið eftir henni í búinu eftir það.

Það kíkja þó reglulega nokkar flugur inn í búið, mögulega til að reyna að finna drottninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“