fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Fundu býflugnabú í loðfeldi sem geymdur var ofan í skúffu

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 21:00

Myndir/Aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heru Dögg Hjaltadóttur brá heldur betur í brún þegar hún fann býflugnabú í loðfeldi heima hjá sér og foreldrum sínum á Álftanesi.

„Það voru alltaf býflugur inni heima, inni í þvottahúsi aðallega þar sem búið var þar. Ég var alltaf að reyna að bjarga þeim út og skildi ekki í því að þær kæmu alltaf aftur inn. Ég hélt að það væri bú fyrir utan svo var ég bara að leita, þá sá ég þær skríða út um hliðina á vírskúffunni,“ segir Hera í samtali við DV en loðfeldurinn var geymdur ofan í vírskúffu líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

@birtaoskhjHver hefur ekki fundið eitt stk býflugnabú inni hjá sér? ##beehive ##bees ##bee ##honey 🐝🐝 @heradh @lindabjort♬ MONTERO (Call Me By Your Name) – Lil Nas X

Systir hennar, Birta Ósk Hjaltadóttir, birti myndband af flugunum á TikTok en hún kom í heimsókn þegar verið var að fjarlægja flugurnar.

Flugurnar höfðu verið inni í þvottahúsinu í mánuð en búið fannst ekki fyrr en í síðustu viku. Hera ákváð þó að leyfa býflugunum að lifa og halda áfram að gera búið sitt.

„Við settum feldinn í dekk úti í garði þannig þær geta haldið áfram að búa þar. Ég kíkti á þær í gær og þær voru bara tvær. Það sést í myndbandinu þegar drottningin flýgur í burtu,“ segja þær systur en þær hafa ekki tekið eftir henni í búinu eftir það.

Það kíkja þó reglulega nokkar flugur inn í búið, mögulega til að reyna að finna drottninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“