Heru Dögg Hjaltadóttur brá heldur betur í brún þegar hún fann býflugnabú í loðfeldi heima hjá sér og foreldrum sínum á Álftanesi.
„Það voru alltaf býflugur inni heima, inni í þvottahúsi aðallega þar sem búið var þar. Ég var alltaf að reyna að bjarga þeim út og skildi ekki í því að þær kæmu alltaf aftur inn. Ég hélt að það væri bú fyrir utan svo var ég bara að leita, þá sá ég þær skríða út um hliðina á vírskúffunni,“ segir Hera í samtali við DV en loðfeldurinn var geymdur ofan í vírskúffu líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.
@birtaoskhjHver hefur ekki fundið eitt stk býflugnabú inni hjá sér? ##beehive ##bees ##bee ##honey 🐝🐝 @heradh @lindabjort♬ MONTERO (Call Me By Your Name) – Lil Nas X
Systir hennar, Birta Ósk Hjaltadóttir, birti myndband af flugunum á TikTok en hún kom í heimsókn þegar verið var að fjarlægja flugurnar.
Flugurnar höfðu verið inni í þvottahúsinu í mánuð en búið fannst ekki fyrr en í síðustu viku. Hera ákváð þó að leyfa býflugunum að lifa og halda áfram að gera búið sitt.
„Við settum feldinn í dekk úti í garði þannig þær geta haldið áfram að búa þar. Ég kíkti á þær í gær og þær voru bara tvær. Það sést í myndbandinu þegar drottningin flýgur í burtu,“ segja þær systur en þær hafa ekki tekið eftir henni í búinu eftir það.
Það kíkja þó reglulega nokkar flugur inn í búið, mögulega til að reyna að finna drottninguna.