fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Átök vegna brottreksturs úr „heilaþvottahópi“ Boga á Facebook smitast yfir á síður Morgunblaðsins

Heimir Hannesson
Mánudaginn 12. júlí 2021 12:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesendur Morgunblaðsins ráku vafalaust margir upp stór augu í morgun yfir grein Gústafs Adolfs Skúlasonar, fyrirtækjarekanda í Svíþjóð. Gústaf fer þar ófögrum orðum um RUV og segir pólitískan rétttrúnað ráða þar ríkjum undir stjórn Boga Ágústssonar. Hann krefst rannsóknar á störfum Boga fyrir RUV.

„Rétttrúaðir fylgja stefnu sænskra sósíaldemókrata, sem skilgreina stjórnarandstöðuna sem rasista og telja flokkinn vera það sama og ríkið. Fréttamennska RÚV jaðrar við persónudýrkun á Stefan Löfven, leiðtoga sósíaldemókrata, og fylgst með hverju spori „foringjans“ en lítið sem ekkert sagt frá málum stjórnarandstöðunnar, t.d. Svíþjóðardemókrata og Móderata,“ segir Gústaf í grein sinni í Morgunblaðinu.

Hann segir þá jafnframt RUV hafa brugðist hlutverki sínu sem fréttastofnun. Bendir hann í því samhengi sérstaklega á Boga Ágústsson og Facebook síðu sem Bogi stofnaði fyrir nokkrum árum, Norræn stjórnmál, samfélag og menning. Gústaf segir Boga fjarlægja allar „óþægilegar fréttir“ úr hópnum og leyfa þar aðeins eina stefnu: Stefnu sænskra sósíaldemókrata. Gústaf segir rannsókn þurfa á störfum Boga. „Það er full ástæða fyrir stjórn Ríkisútvarpsins að láta rannsaka fréttamennsku Boga Ágústssonar ef stjórnin vill koma í veg fyrir að RÚV verði eins og Alheimstíminn, ríkismiðill kínverska kommúnistaflokksins.“

Gústaf gerir því næst morðtíðni og árásir á lögreglumenn í Svíþjóð að umtalsefni sínu. Segir hann álagið gríðarlegt á lögreglumenn þar í landi og að þeim hafi fækkað og séu nú nánast hvergi færri í Evrópu. Setur hann glæpaölduna í samhengi við sænska innflytjendastefnu.

Gústaf skrifar áfram:

Það er með eindæmum að verða vitni að því, að fréttamiðlar eins og RÚV skuli leggja sig niður við að taka afstöðu með einum aðila í innanlandsstjórnmálum Svíþjóðar og vinkla frásagnir og útskýringar á jafn blygðunarlausan og ósvífinn hátt og Bogi Ágústsson fréttamaður gerir sig sekan um. Virðist mikilvægara fyrir RÚV að játa sænskum sósíaldemókrötum hylli sína en að segja sannar fréttir. Heilaþvottarhópur Boga Ágústssonar á Facebook uppnefnir einfaldar fréttir frá Svíþjóð „draugasögur“ til að „hræða gamalmenni á Íslandi.“

Gústaf var fyrr í sumar rekinn úr hópnum af þessum sama Boga vegna ítrekaðra brota á reglum Facebook hópsins Norræn stjórnmál, samfélag og menning.

Í Facebook færslu frá 3. júlí skrifaði Bogi Ágústsson inn á umræddan Facebook hóp: „Ég neyddist til að fjarlægja Gústaf Adolf Skúlason úr þessum hópi, ég hafði áður bent honum á að fylgja reglum síðunnar en hann svaraði aldrei skilaboðum. Sem betur fer er það afar sjaldgæft að stjórnendur þurfi að beita sér í hópnum, vona að svo verði áfram.“

Í samtali við DV staðfestir Bogi það sem fram kemur á Facebook síðunni. „Hann braut reglur hópsins,“ segir Bogi afdráttarlaust. „Hann hafði gengið mjög langt og svaraði ekki skilaboðum. Maður sem ekki svarar skilaboðum og er ekki til umræðu, það var einfaldlega ekki annar kostur en að vísa honum út. Þannig er það ef menn spila ekki eftir reglunum,“ segir Bogi.

Færsla Boga á Facebook síðunni Norræn stjórnmál, samfélag og menning, um brottrekstur Gústafs.

Í grein Gústafs er Bogi titlaður fréttastjóri RUV, sem er rangt. „Það er jafnframt til marks um hversu vel þessi maður er upplýstur, að ég hætti sem fréttastjóri fyrir 14 árum,“ segir Bogi að lokum.

Að öðru leyti vildi Bogi ekki tjá sig efnislega um innihald greinar Gústafs, enda ekki lesið hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi