fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Ástfangin af besta vini sonarins – „Sonur minn myndi afneita okkur báðum ef hann kæmist að þessu“

Fókus
Mánudaginn 12. júlí 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kæra Deidre. Ég er ástfangin af besta vini sonar míns, manni sem er meira en helmingi yngri en ég.
Við erum búin að hittast á laun í næstum þrjú ár og ég get ekki ímyndað mér lífið án hans,“ svona hefst spurning lesanda The Sun sem biður um ráðleggingar hjá dálknum Dear Deidre.

Kona nokkur varð ástfangin af besta vini sonar síns eftir að hann hóf að vinna fyrir hana á veitingastað sem hún rekur. Vinurinn daðraði við hana og tók hún því ekki alvarlega fyrr en hann gerði hosur sínar grænar fyrir henni með þeim hætti að það varð ekki misskilið.

„Ég veit að þetta mun aldrei ganga upp – sonur minn myndi afneita okkur báðum ef hann kæmist að þessu.

Elskhugi minn er 24 ára, en ég er 52 ára. Við hittumst þegar ég réð hann til vinnu á veitingastaðnum sem fjölskyldan okkar rekur. “

Ég hló af því fyrst

Það gerðist svo eitt kvöld að konan bauðst til að keyra vininn heim.

„Eitt kvöldið bauðst ég til þess að keyra hann heim. Ég vildi ekki hugsa til þess að hann væri að ganga þetta einn í myrkrinu. 

Á meðan ég keyrði hann spurði hann mig út í hjónabandið mitt. Eiginmaður minn hafði farið frá mér sex mánuðum fyrr fyrir yngri konu. 

Hann spurði mig hvort ég væri tilbúin að fara aftur á stefnumót, og þegar ég sagði já þá bauð hann mér út.“

Enn var konan ekki tilbúin að trúa því að alvara væri að baki viðreynslunni.

„Ég hló af því fyrst. En þegar við vorum komin fyrir utan heimili foreldra hans spurði hann aftur. 

Á meðan ég barðist við að finna réttu orðin hallaði hann sér fram og kyssti mig. Ég ýtti honum ekki burt. 

Ég samþykkti að fara með honum á stefnumót og hann kom í mat til mín kvöldið eftir á meðan sonur minn var í vinnunni. Það kom mér á óvart hversu auðvelt við áttum með að spjalla og hversu mikið ég laðaðist að honum.“

Konan segir að strax þetta sama kvöld hafi sambandið orðið kynferðislegt.

„Þremur vínflöskum seinna var hann að fullnægja mér sófanum með munni sínum. Það var dásamlegt. 

Svo hafa árin liðið og hann segir mér oft að hann elski mig og ég held að það sé endurgoldið en ég þori ekki að opinbera sambandið.“

Konan segir að auk þess sem að sonurinn myndi sennilega aldrei samþykkja sambandið þá sé vinurinn í leit af meiri alvöru en hún er tilbúin fyrir.

„Mér finnst ég svo eigingjörn. hann vill líklega börn og hjónaband en ég er til í hvorugt. 

Svo eins gott og þetta samband er þá er ég ekki viss um að ég sé tilbúin að missa son minn fyrir það.“ 

Þurfið að eiga spjallið

Deidra segir að aldursbilið milli konunnar og vinarins sé ekki vandamál, hins vegar sé það vandamál að þau séu ekki að leita eftir því sama úr sambandinu.

„Sambönd með miklu aldursbili geta gengið upp, svo lengi sem báðir aðilar eru að leita eftir því sama. 

En þið eruð á mjög ólíkum stað í lífum ykkar, eins og þú segir sjálf, hann gæti viljað börn og hjónaband í framtíðinni. 

Þið þurfið að eiga spjallið og ræða um það hvað þið viljið í lífinu.“ 

Hins vegar ef þau ákveði að halda sambandinu áfram þá verði þau að segja syninum frá, enda gæti hann hvenær sem er frétt það annars staðar frá.

„Ef þið ákveðið að þið viljið halda þessu áfram þá væri betra að sonur þinn frétti þetta frá þér. Annars er það bara tímaspursmál hvenær hann fréttir það frá einhverjum öðrum. 

Eftir allt saman þá hefur þú ekkert til að skammast þín fyrir. Margir finna aldrei svona ástríkt samband – Berðu höfuðið hátt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi