fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Sportlandi gert að greiða Reginn vangoldna leigu: Sögðu húsnæðið 20% minna en leigusamningur kvað á um

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. júlí 2021 13:15

Verslunin Sportland var til húsa í þessu rými við Garðatorg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendum íþróttavöruverslunarinnar Sportland hefur verið gert að greiða Ra 5 ehf., dótturfélagi fasteignafélagsins Regins, rúmar 9 milljónir króna í vangoldna leigu auk dráttarvaxta vegna verslunarhúsnæðis við Garðatorg í Garðabæ. Dómus þess efnis féll í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni. Eigendur félagsins eru Pétur Örn Bjarnason og Einar Páll Tamimi.

Verlunin Sportland er flestum Garðbæingum góðkunn enda er fyrirtækið með samning við Stjörnuna um sölu á íþróttaklæðnaði fyrir iðkendur félagsins. Rekstrarfélag verslunarinnar, SL1 ehf,  húsnæði við Garðatorg 4c af Klasa ehf. frá 1. september 2015 en dótturfélag Regins, Ra 5 ehf., eignaðist fasteignina á leigutímanum. Í dómnum kemur fram að húsaleigan hafi verið 375 þúsund krónur á mánuði en sú fjárhæð hækkaði síðan í takt við vísitölu.

Í dómsorði kemur fram að vegna vangoldinnar leigu hafi forsvarsmenn Ra 5ehf.  sagt upp leigusamningum í nóvember 2019 og síðan hafi útburður verið samþykktur í febrúar 2020. Húsnæðið hafi svo verið rýmt í maí í fyrra en verslunin flutti þá í nýtt húsnæði í verslunarkjarna við Garðaflöt 16-18 í Garðabæ.

Eigendur Sportlands gripu til varna í héraði og héldu meðal annars fram aðildarskorti Ra 5 ehf.  að leigusamningum sem var ekki fallist á.

Þá kröfuðust eigendur Sportlands að þeir ættu rétt á afslætti sem næmi 20% af leiguverðinu á grundvelli þess að verslunarrýmið væri sagt 174,5 fermetrar í leigusamningi en væri aðeins 139,6 fermetrar samkvæmt Fasteignaskrá eins og þinglýsingarstjóri vakti athygli á þegar leigusamningnum var þinglýst. Það hefði takmarkað vöruframboð Sportlands í versluninni og þar með sölu og tekjur. Væri sú afsláttarkrafa hærri en sem næmi vangoldinni leigu.

Þá var því haldið fram, að  samningssambandinu hafi lokið með saknæmum og ólögmætum hætti og forsvarsmenn Ra 5 ehf. hafi hrakið eigendur Sportland úr húsnæðinu á grundvelli riftunaryfirlýsingar sem fól í sér brot á leigusamningum.

Verslunin hefði þurft að loka tímabundið á meðan leitað var að öðru húsnæði og orðspor Sportlands borið hnekki. Þá hafi viðskiptasambandið mikilvæga við Stjörnuna og iðkendur félagsins einnig skaðast.

Á þessi sjónarmið féllst héraðsdómur ekki og var því forsvarsmönnum Sportlands gert að greiða Ra 5 ehf. rúmar 9 milljónir króna auk dráttarvaxta auk 434 þúsund króna í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri