fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Logi vill frelsi og traust frekar en boð og bönn

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 11:30

Logi Bergmann Eiðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um opnunartíma skemmtistaða og notkun leiguhlaupahjóla á heimleið úr miðbænum hefur varla farið framhjá neinum seinustu vikur. Lögreglan vill stytta opnunartíma skemmtistaða um helgar til að stuðla að færri afbrotum og einnig banna leiguhlaupahjól á ákveðnum tímum vikunnar þegar fólk er líklegast til að nota þau í ölvunarástandi.

Logi Bergmann, fjölmiðlamaður, hefur nú lagt sitt inn í umræðuna með pistli sem hann ritaði í Morgunblaðið í dag. Hann vill ekki að allt sé bannað sem getur valdið hættu.

„Mögulega er til heimur þar sem allt er öruggt og enginn meiðist nokkurn tímann. Allir lifa bara sælir við sitt og í fullkomnu öryggi. Enginn þarf að óttast neitt. Þessi heimur er ekki til í raunveruleikanum vegna þess að lífið er allskonar. Það getur verið hættulegt og óþægilegt en við höfum lært að sætta okkur við það. Við erum ekki öll eins og það er aldrei við því að búast að allt fari á sama veg hjá öllum,“ segir Logi og bendir á að það er hluti af frelsi að fá að taka ákvarðanir sem eru ekki þær bestu.

Hann spyr hvað er til ráða þar sem ekki viljum við að fólk sé að meiða sig og lenda í vandræðum því það tekur rangar ákvarðanir.

„Svar sumra er einfaldlega að banna hættulega hluti. Við höfum gert það í áranna rás og bannað margt sem ýmsir hefðu talið eðlilegra að leyfa. Það má til dæmis ekki auglýsa sumt, jafnvel þótt allir viti að það sé til og þeim sé frjálst að kaupa það. Þetta er gert á þeim forsendum að við séum að hafa vit fyrir fólki og gæta þess að það fari sér ekki að voða,“ segir Logi og ræðir síðan opnunartíma skemmtistaða og hlaupahjólin. Logi vill ekki skerða frelsi Íslendinga.

„En er algjört bann á þessum tækjum lausnin? Og án þess að vilja gerast sekur um algjöran hvaðþámeð-isma er auðvelt að hugsa um ótalmargt annað sem getur sett fólk í hættu. Hvað með reiðhjól, fólk án endurskinsmerkja, nú eða bara bíla? Að ógleymdu áfengi. Við getum ekki með góðu móti bannað allt sem getur komið fólki í vandræði,“ segir Logi.

Hann hugsar að Íslendingar þurfi að þroska viðhorf sitt til þessara hjóla og notkunar þeirra. Við þurfum að læra að umgangast þau af meiri varúð en hefur verið gert og bendir á að rafskútur hafa leitt til færri bílferða og gætt borgina lífi. Nú þarf fólk heldur ekki að hanga úti að bíða eftir leigubíl.

„Ég held að leiðin sé að við tökum ábyrgð á því sem við gerum. Treystum fólki til að taka að jafnaði skynsamlegar ákvarðanir í stað þess að gera einhverja bölvaða vitleysu. Jafnvel þó að við vitum innst inni að fólk hefur alveg sérstaka hæfileika til að koma sér í einhvers konar vesen. Það er nefnilega líka hluti af lífinu,“ segir Logi og bætir við: „Þegar allt kemur til alls er frelsi og traust venjulega líklegra til árangurs en boð og bönn þegar kemur að því að hafa áhrif á það hvernig fólk hagar lífi sínu og gera lífið ef til vill aðeins betra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“