fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Segir Þjóðhátíðarnefnd hafa vitað að Ingó yrði umdeildur – „Þeir vissu alveg af þessum þrýstingi áður en þeir kynna hann“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 9. júlí 2021 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðhátíðarnefndar tilkynnti á mánudag að tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, yrði ekki með á Þjóðhátíð í ár en til stóð að hann kæmi fram á laugardegi hátíðarinnar samhliða því að stýra brekkusöngnum á sunnudeginum.

Sú ákvörðun var tekin eftir að nefndinni barst undirskriftalisti rúmlega hundrað kvenna sem mótmæltu því að „meintur kynferðisbrotamaður“ væri ráðinn til starfsins. Í kjölfarið birtust á TikTok þrjátíu frásagnir kvenna um meint ofbeldi og áreitni sem þær segjast hafa mátt þola af hendi Ingólfs.

Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net er afar ósáttur við ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar og telur að með því að afbóka Ingó af Þjóðhátíð sé frásögnum kvennanna veitt meira vægi en ella. Hann tók því upp á því að safna undirskriftum til að mótmæla ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar og skora á nefndina að endurhugsa málið. Lista með um 1600 nöfnum var svo skilað til nefndarinnar í gær.

Tryggvi ræddi um málið við Bítið á Bylgjunni í morgun.

„Það sem ég vil kannski helst ná fram er það að ég vildi nú vekja athygli á því hvert við erum komin þegar við erum komin inn á samfélagsmiðlana með dómsvaldið. Og ef við lítum aftur um viku, þá er Ingólfur kynntur inn, að hann verði áfram með brekkusöngin og Þjóðhátíðarnefnd sagði að hann fengi stærra hlutverk á hátíðinni, kæmi einnig fram á laugardagskvöldinu.  

Síðan líður helgin og það eina sem gerist er að hópurinn Öfgar setur fram spurningar og biður Þjóðhátíðarnefnd að rökstyðja mál sitt og á mánudeginum gefur Þjóðhátíðarnefnd út Dalatilkynningu þar sem segir að þeir séu hættir við að fá Ingó í brekkusönginn og á hátíðina”

Tryggvi bendir á að í réttarríki þurfi mál um meint brot gegn hegningarlögum að fara sína leið í gegnum dómskerfið.

„Við teljum okkur búa í réttarríki og málið er ekki einu sinni komið á byrjunarreit í réttarkerfinu þar sem fyrsta skref er að leggja fram kæru og mér er ekki kunnugt um það sé enn búið að því. Þannig að það var svona kveikja að þessu hjá mér að fara af stað.”

Hann segir frásagnir kvennanna þrjátíu skipta máli en það sé þó mikilvægt að þegar jafnalvarlegar ásakanir séu settar fram þá sé slíkt gert undir nafni.

„Sögurnar sem slíkar skipta máli en það er gríðarlega mikilvægt að fólk komi fram undir nafni þegar það er með jafn alvarlegar ásakanir”

Tryggvi segir erfitt fyrir sakaða menn að verja sig þegar réttarhöldin fara fram á samfélagsmiðlum.

„Málið hefur verið rekið á samfélagsmiðlum og fyrir það fyrsta, hver sá sem lendir í þessu hann getur mjög illa varið sig. Í annan stað getur hann ekki áfrýjað dómnum og dómurinn fékk í þessu tilfelli aukið vægi þegar viðburðarhaldarar ákveða að henda honum út og í þriðja lagi þá hefur sá sem fær dóminn ekki hugmynd um hvað hann þarf að afplána lengi og sennilega er það fyrir lífstíð“ 

Tryggvi tekur einnig fram að eftir því sem hann best veit þá hafi Þjóðhátíðarnefnd verið meðvituð um þrýstingin um að ráða ekki Ingólf áður en þeir kynntu hann sem stjórnanda brekkusöngsins.

„Það breyttist ekkert í málinu efnis­lega frá því að þeir kynna hann inn. Og þeir vissu alveg af þessum þrýstingi áður en þeir kynna hann, eftir því sem ég best veit“ 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi