fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Hagar styrkja átta nýsköpunarverkefni í matvælaiðnaði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. júlí 2021 15:41

Starfsfólk Haga og þeirra átta frumkvöðlafyrirtækja sem fengu styrk úr nýsköpunarsjóðnum Uppsprettunni. - Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagar munu veita átta frumkvöðlafyrirtækjum styrk að verðmæti 11 milljóna króna til að vinna að nýsköpunarverkefnum í matvælaiðnaði.

Hagar stofnuðu í apríl nýsköpunarsjóðinn Uppsprettuna sem ætlaður er til stuðnings við frumkvöðla til þróunar og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Sjóðurinn leggur sérstaka áherslu á að verkefnin sem að hljóta styrkveitingu taki tillit til sjálfbærni og styðji innlenda framleiðslu. Alls bárust tugir umsókna um styrk í sjóðinn og valdi matsnefnd átta verkefni til styrkveitingar að verðmæti 11 milljóna króna.

„Nýsköpun er ekki það sama og að fá hugmynd heldur er talað um nýsköpun þegar hugmynd hefur verið hrint í framkvæmd. Markmiðið Haga með stofnun Uppsprettunnar nýsköpunarsjóðs er einmitt að styðja frumkvöðla við að koma frábærum hugmyndum í matvælaiðnaði í framkvæmd og auka þannig við innlenda framleiðslu og verðmætasköpun. Það er mikill kraftur í íslenskum matvælafrumkvöðlum og við hjá Högum erum stolt af því að fá að styðja við þá á fyrstu metrum vonandi langs og farsæls ferðalags. Nafnið Uppsprettan er táknrænt fyrir þetta hlutverk sjóðsins, að styðja við góðar hugmyndir, vökva þær til vaxtar og tryggja það að sprotinn geti vaxið og dafnað til framtíðar,” segir Finnur Oddsson forstjóri Haga.

Verkefnin sem hlutu styrkveitingu eru eftirfarandi:

The Optimistic Food Group framleiðir ferskar og góðar grænkeravörur. Þeirra fyrsta vara á markað verður Happyroni.

Responsible Foods vinnur að framleiðslu á osta smánaslinu Crunchy Toppers sem er framleitt með nýstárlegri tækni og eykur nýtingu á hráefnum við framleiðslu á þurrkuðu ostanasli.

Vegangerðin framleiðir matvörur sem innihalda engar dýraafurðir úr nærumhverfi. Fyrsta vara Vegangerðarinnar verður Tempeh sem er kolvetnarík grænkera vara.

Kokteilaskólinn hlaut styrk til framleiðslu á kokteilasírópi í hæsta gæðaflokki. Sírópið er ætlað að auðvelda gerð kokteila bæði óáfengra og áfengra.

Plantbase Iceland vinnur að framleiðslu á næringarríku kjötlíki úr plönturíkinu og nota til þess náttúrulega gerjunarferla. Bongó Bongó verður fyrsta próteinríka vara Plantbase á markað.

Livefood ehf vinnur að framleiðslu á hágæða íslenskum grænkera ostum. Ostarnir verða unnir úr íslenskum kartöflum og því einstakir á heimsvísu.

Grásteinn vinnur að þróun á íslenskum hamborgurum úr ærkjöti. Verkefnið hefur það markmið að nýta ærkjöt sem að annars þætti þriðja flokks vara og vinna hana þannig að hún verði fyrsta flokks.

Praks hefur áform um framleiðslu á íslenskum sápum undir vörumerkinu Baða. Sápurnar eru einstakar þar sem að þær innihalda íslensk hráefni og matvæli sem hafa græðandi og róandi áhrif.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi