fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Handlæknastöðin biðst innilegrar afsökunar á lækninum – Vissu ekki af fyrra banni

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 17:46

Skjáskot - Google Steet View

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handlæknastöðin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna læknis sem sviptur hefur verið læknaleyfi sem starfaði hjá þeim. Læknirinn á að afa beitt óeðlilegum aðferðum og framkvæmt ónauðsynlegar aðgerðir.

Í yfirlýsingunni segir að Handlæknastöðin harmi framferði læknisins og biðst afsökunar, þó hún telji sig ekki bera ábyrgð í málinu.

Fram kemur að það hafi verið vinnufélagar læknisins á Handlæknastöðinni sem vöktu athygli á starfsháttum hans, og að hún hafi tilkynnt Embætti landlæknis um hugsanleg brot hans og gert Sjúkratryggingum Íslands viðvart um málið.

Þá er tekið fram að maðurinn hafi áður verið settur í bann við við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað, en Handlæknastöðin hafi aldrei verið meðvituð um það.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Vegna fréttaflutnings um óvönduð vinnubrögð háls-, nef- og eyrnalæknis sem starfaði undir merkjum Handlæknastöðvarinnar til desember 2019 vill stöðin koma eftirgreindu á framfæri:

Handlæknastöðin harmar framferði umrædds læknis.

Það var vegna árvekni vinnufélaga á Handlæknastöðinni sem athygli var vakin á því að mögulega kynni vinnulag viðkomandi læknis að hafa verið ámælisvert. Þann 4. desember 2019, um leið og grunsemdir lágu fyrir, tilkynnti stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar Embætti landlæknis um hugsanleg brot umrædds læknis gegn starfsskyldum. Í kjölfarið gerði Handlæknastöðin Sjúkratryggingum Íslands einnig viðvart um málið. Áður hafði læknirinn verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. Um það var Handlæknastöðin aldrei upplýst, hvorki af lækninum né vinnustaðnum.

Handlæknastöðin réðist strax í það að herða allt eftirlit með verkferlum innan veggja stöðvarinnar enda þótt þeir u.þ.b. 40 læknar sem á henni starfa geri það allir sem sjálfstæðir sérfræðilæknar. Það innra gæðaeftirlit stöðvarinnar er um þessar mundir í enn frekari þróun og verður einskis látið ófreistað til þess að hámarka hér eftir sem hingað til fagmennsku stöðvarinnar í hverju læknisverki sem unnið er undir merkjum hennar.

Handlæknastöðin hefur starfað við óflekkaðan orðstír í tæplega 40 ár. Á vegum hennar eru gerðar árlega um sjö þúsund aðgerðir. Framangreint framferði er sorglegt frávik frá þeim gæðaviðmiðum sem Handlæknastöðin hefur ávallt í heiðri í þjónustu sinni við þá fjölmörgu einstaklinga sem hún hefur annast í gegnum tíðina. Á þessum misgjörðum viðkomandi læknis, á meðan hann starfaði innan veggja stöðvarinnar, biðst Handlæknastöðin innilega afsökunar enda þótt hún beri ekki á þeim ábyrgð gagnvart sjúklingum hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðir frétti af hrottalegri árás á son sinn í útvarpinu – „Ég vissi að þetta var hann þegar minnst var á snákinn“

Móðir frétti af hrottalegri árás á son sinn í útvarpinu – „Ég vissi að þetta var hann þegar minnst var á snákinn“
Fréttir
Í gær

Ræða átökin um veiðigjöldin og uppgjör Síldarvinnslunnar – „Þvert á það sem umræðan um veiðigjöldin gekk út á“

Ræða átökin um veiðigjöldin og uppgjör Síldarvinnslunnar – „Þvert á það sem umræðan um veiðigjöldin gekk út á“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“