fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

Snæbjörn og Heiðar hætta vegna ummæla sinna um eyjamenn – „Við fórum gjörsamlega yfir strikið og við skömmumst okkar“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 14:27

Heiðar Sumarliðason (t.v.) og Snæbjörn Brynjarsson. Kynningarmynd fyrir þáttinn Eldur og brennisteinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn Eldur og brennisteinn mun ekki halda áfram göngu sinni eftir ummæli sem þáttarstjórnendur hans, Snæbjörn Brynjarsson og Heiðar Sumarliðason, létu falla í þætti í vikunni. Þar fjölluðu þeir um kynferðisbrot og nauðgunarmenningu í sambandi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, og létu til að mynda hafa eftir sér að Herjólfsdalur væri nauðgaradalur.

Ákvörðun þeirra var tilkynnt í færslu á Facebook-síðu þáttarins fyrir skömmu. Þar kemur fram að það hafi verið þeir Snæbjörn og Heiðar sem tóku ákvörðunina. Jafnframt ítreka þeir afsökunarbeiðni sína.

„Eftir að hafa rætt við fólk í Vestmannaeyjum, heyrt upplifun þeirra og farið yfir framgöngu okkar í þættinum langar okkur að ítreka afsökunarbeiðni okkar. Við fórum gjörsamlega yfir strikið og við skömmumst okkar fyrir framgöngu okkar í þættinum. Við viljum biðja alla íbúa Vestmannaeyja auðmjúklega afsökunar.

Við höfum ákveðið að láta staðar numið með Eld og brennistein. Við erum einlæglega leiðir yfir þessu og vonsviknir með eigin framgöngu. Við vonum innilega að Vestmanneyingar sjái að okkur þyki þetta í raunverulega leitt og að við viljum axla ábyrgð á þessum mistökum okkar.“

DV fjallaði um málið í gær í kjölfar þess að Svava Grétarsdóttir, íþróttafréttakona Stöðvar 2, gagnrýndi þá Snæbjörn og Heiðar á Twitter. Í kjölfarið sendu þeir frá sér yfirlýsingu með afsökunarbeiðni, þar sem þeir settu jafnframt út á fréttaflutning DV, en þeim fannst samhengi ummælanna ekki koma nægilega skýrt fram.

Sjá einnig: Sögðu Eyjamenn nauðga líkt og það væri íþrótt – „Þeir þurfa að svara fyrir þessi orð“

Sjá einnig: Heiðar og Snæbjörn biðjast afsökunar

Ummælin sem voru sérstaklega gagnrýnd komu í kjölfar lesturs á textabroti þar sem nauðganir í Vestmannaeyjum voru dásamaðar, þá sögðu þeir:

„Það er eins og þetta sé einhver íþrótt innfæddra að nauðga konum sem koma frá meginlandinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“