fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Á faraldsfæti eftir Covid-afléttingar? Sjáðu hvaða takmarkanir gilda á áfangastöðunum sem íslensku flugfélögin fljúga til

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 21:30

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við þá sprengju sem er í útgáfu á nýjum vegabréfum þá er greinilegt að það er kominn mikill ferðahugur í Íslendinga. 3.662 vegabréf voru gefin út í júní á þessu ári og hafa þau ekki verið fleiri síðan í júlí 2018.

Fjöldi útgefinna vegabréfa sveiflast í venjulegu árferði mikið á milli mánaða. Maí og júní eru iðulega annasömustu mánuðirnir í útgáfunni en þá eru yfirleitt á milli 3 og 4 þúsund vegabréf gefin út. Desember er rólegasti mánuðurinn í þessum bransa með um þúsund vegabréf útgefin.

Núna eru liðnir tæplega 18 mánuðir síðan að kórónuveiran lokaði á eðlileg ferðalög milli landa. Fyrsta Covid-19 tilfelli greindist hér á landi 28. febrúar 2020 og í mars lokaði Donald Trump Bandaríkjunum með eftirminnilegum hætti.

Í apríl 2020 fór fjöldi útgefinna vegabréfa niður í 129. Hann jókst svo örlítið með sumrinu 2020, sem eins og alþjóð man eftir, sæmilegt, en hrundi svo aftur. Það var svo ekki fyrr en bólusetningar voru almennilega komnar af stað í maí sem ferðagleði virðist hafa gripið landann á ný landann á ný.

Frá því apríl 2019 og þar til nú hefur fjöldi útgefinna vegabréfa vaxið um 280%, og er nú kominn vel yfir það sem viðgekkst sumarið 2019. Af tölunum er því ljóst að Íslendingurinn er kominn með nóg af heimasetunni og er farinn að plana frí.

Íslendingar hafa reyndar lengi verið ferðaglöð þjóð. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu frá 2019 fóru Íslendingar í að meðaltali rúmlega tvær utanlandsferðir á haus á ári. Það er með allra mesta móti í Evrópu.

Þó langt sé í að það met verði slegið er ljóst að möguleikar á ferðalögum er að opnast. Tvö íslensk flugfélög bjóða nú ferðir til fjölda áfangastaða. Það er þó ekki alveg að marka því margir staðir eru enn með takmarkandi reglur í gildi.

Play flýgur nú til London, Kaupmannahafnar, Berlínar, París, og Spánar og þetta eru reglurnar á hverjum áfangastað.

Farþegar til Spánar verða að skrá komu sína hjá yfirvöldum á þar til gert eyðublað. Þá fá þau QR kóða sem framvísa þarf við komuna. Þeir sem eru að koma frá landi sem merkt er sem hættusvæði af spænskum yfirvöldum þurfa að framvísa evrópsku bólusetningarvottorði. Þegar þetta er skrifað er Ísland ekki á þeim lista.

Við komu til Frakklands frá „grænu landi“ er hægt að framvísa bólusetningarvottorði og þá er farþegi laus við allar takmarkanir á landamærunum. Án bólusetningar þarf að framvísa neikvæðu PCR prófi sem er tekið innan við 72 klukkustunda gamalt. Ísland er grænt land samkvæmt upplýsingum í dag. Yrði breyting á því yrði Íslendingum gert að framvísa PCR próf til viðbótar við bólusetningarvottorð. Það er þó lítil hætta á að Ísland færist í „appelsínugulan flokk,“ eins og staðan er nú.

Bretar krefjast þess að farþegar frá „grænum löndum“ fari í Covid próf tveim dögum eftir komu til landsins, óháð bólusetningu.

Bólusettir geta farið til Danmerkur eins og þeim lystir. Þeir þurfa aðeins að framvísa evrópsku bólusetningarvottorði og þá eru þeir frjálsir ferða sinna.

Þjóðverjar krefjast forskráningar við komu fyrir farþega sem hafa verið á ákveðnum svæðum. Þá vilja þeir sjá evrópskt bólusetningarvottorð.

Icelandair býður upp á ferðir til ofangreindra áfangastaða en fljúga þá einnig til Stokkhólms og til fjölmargra áfangastaða í Bandaríkjunum, auk annarra áfangastaða í Evrópu, svo sem Amsterdam, Osló, Helsinki, Zurich, og Kanada,

Engar takmarkanir eru á ferðalögum til Svíþjóðar. Ekkert PCR próf og engin bólusetningarvottorð. Bara gamla góða aðferðin: Lenda, sækja töskuna og út.

Bandaríkin hafa enn ekki opnað fyrir almenna ferðamenn til landsins, þrátt fyrir að Íslendingar hafi opnað fyrir komur bólusettra Bandaríkjamanna. Golfferðin til Florida eða verslunarferðin til Boston er því enn, því miður, fjarlægur draumur.

Hollendingar hleypa fleirum en bara Júróvisjónförum inn í landið. Þar er Covid ástandið þó enn heldur verra en víða annars staðar. Fyrir bólusetta nægir að sýna bólusetningarvottorð við komu til landsins, en án bólusetningar flækjast málin talsvert.

Norðmenn hafa lista yfir „græn lönd,“ og nægir ferðamönnum þaðan að sýna bólusetningarvottorð. Ísland er samkvæmt nýjustu uppfærslunni, á þeim lista.

Finnar gera eins og Svíar og hafa aflétt öllum takmörkunum innan vissra landa í Schengen samstarfinu. Ísland er þar á meðal.

Farþegar á leið til Sviss þurfa að fylla út form, en fyrir bólusetta er það allt og sumt. Formið er aðgengilegt á heimasíðu stjórnvalda.

Kanadamenn halda enn úti býsna ströngum takmörkunum á landamærum, og bönnuðu til að mynda nýverið öll flug frá Indlandi. Í gær, (5. júlí) tóku í gildi nýjar reglur þar sem einstaklingar án kanadísks vegabréfs geta fengið undanþágu frá ferðamenn sýni þeir bólusetningarvottorð. Kanada gæti því verið næsta land til að opnast fyrir Íslendinga utan Evrópusambandsins. Icelandair flýgur til Vancouver og Toronto. 

Þó skal þó tekið fram að þó að takmarkanir á landamærum ríkja séu víðast hvar að slakna, þá eru enn mjög víða takmarkanir á daglegu lífi. Næturklúbbar eru enn lokaðir víða um Evrópu, fjöldatakmarkanir í verslunum og veitingastöðum orsaka biðraðir fyrir utan og ýmis önnur starfsemi, svo sem skemmtigarðar, leikvellir fyrir börn og annað sem ferðamenn gætu haft áhuga á að sækja í, lokuð. Það er því mikil skynsemi í því að kanna ekki bara takmarkanir á landamærum, heldur einnig takmarkanir á daglegu lífi sem gætu haft áhrif á ferðina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna