fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Baráttufólk fordæmir handtöku lögreglu – Segja hælisleitendur hafa verið blekkta í bólusetningu svo hægt væri að flytja þá úr landi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 20:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því er haldið fram að tveir palistínskir hælisleitendur hafi verið boðaðir í húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag á fölskum forsendum, til að fá afhent bólusetningarskírteini en þeir höfðu nýlega verið bólusettir. Á staðnum beið þeirra hins vegar lögreglulið og voru þeir handteknir og verður þeim vísað úr landi. Handtakan er sögð hafa verið mjög harkaleg, í tilkynningu á Facebook-síðu samtakanna Refugess of Iceland. Er því einnig haldið fram að lögreglumenn hafi hrifsað síma af sjónarvotti á staðnum og eytt myndskeiði sem hann hafði tekið upp á síma sinn af aðgerðinni.

Baráttufólk fyrir réttindum hælisleitenda hefur fordæmt  þessa aðgerð lögreglu í dag. Meðal þeirra er Sema Erla Serdar sem segir meðal annars á Twitter:

„Sérstaklega smart þessir fulltrúar íslenskra yfirvalda sem standa með hendur í vösum og horfa rólegir á lögreglu beita hörku og offorsi á hælisleitendur sem voru lokkaðir til útl á fölskum forsendum svo hægt væri að handtaka þá og brottvísa til Grikklands.“

 

DV hafði samband við Þorsteinn Gunnarsson, staðgengil forstjóra hjá Útlendingastofnun. Hann kannaðist ekki við málið þar sem hann er í sumarfríi. Vísaði Þorsteinn á Þórhildi Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar. Þórhildur segir að stoðdeild Ríkislögreglustjóra beri ábyrgð á þessari aðgerð og þurfi að svara fyrir hana, en ekki Útlendingastofnun. Karl Steinar Valsson er yfirmaður stoðdeildarinnar en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar.

Meðfylgjandi myndir birtu Refugees of Iceland á Facebook-síðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“