fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

Ásakanir um lögregluofbeldi á sveimi eftir handtöku palestínskra flóttamanna

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 15:55

mynd/Refugees in Iceland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir hælisleitendur sem vísa átti úr landi voru í dag handteknir á skrifstofu Útlendingastofnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu Refugees in Iceland sem félagið birtir á Facebook. Þar segir að mennirnir hafi komið á skrifstofurnar í góðri trú um að fá þar bólusetningarvottorðin sín og segir að þeim hafi verið sagt að þeir mættu nálgast vottorðin þar. Þegar þeir voru þangað komnir hafi hins vegar lögreglan verið kölluð til sem mættu á sex lögreglubílum og mennirnir verið handteknir.

Félagsskapurinn fullyrðir jafnframt að mennirnir hafi verið beittir ofbeldi.

Tilkynninguna má sjá í heilu lagi hér að neðan.

Ekki náðist í Útlendingastofnun við vinnslu fréttarinnar og engin tilkynning frá lögreglu hefur borist fjölmiðlum vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“