fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

Taktu þátt í könnun – Brekkusöngsmálið veldur usla og DV spyr: Var rétt að taka giggið af Ingó?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. júlí 2021 19:00

Ingólfur Þórarinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og greint hefur verið frá verður Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, ekki með brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Það gerist í kjölfar þess að tugir nafnlausara ásakana hafa birst á hendur honum á samfélagsmiðlum, þar sem hann er sakaður um kynferðislega áreitni og jafnvel ofbeldi.

Mest hefur farið fyrir sögum sem birtust á TikTok-síðunni Öfgar en þar eru nú meira en 30 sögur. Ingó hefur neitað ásökununum og sagst ætla að leita réttar síns.

Í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd kemur fram að ákvörðun nefndarinnar verði ekki rædd frekar af hennar hálfu.

Síðustu ár hefur Ingó hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Hann hefur til að mynda stjórnað sjónvarpsþætti á Stöð 2 og séð um brekkusönginn í nokkur skipti.

Nú velta margir fyrir sér ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar að vísa Ingó frá brekkusöngnum, en ljóst er að ansi skiptar skoðanir eru á málinu. Margir vildu hann burt, en aðrir ekki. Þess vegna spyr DV lesendur sína út í málið:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir það hafa verið rangt að halda því fram að Úkraína gæti unnið stríðið

Segir það hafa verið rangt að halda því fram að Úkraína gæti unnið stríðið
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjónum í Vík þakkað ómetanlegt starf í þágu samfélagsins – Ætluðu að starfa í 1 ár en þau eru orðin 40

Hjónum í Vík þakkað ómetanlegt starf í þágu samfélagsins – Ætluðu að starfa í 1 ár en þau eru orðin 40
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur um Golfstrauminn – Segir framreiknuð gildi stjórnvalda í loftslagsmálum skáldskap og „pólitískan draum“

Haraldur um Golfstrauminn – Segir framreiknuð gildi stjórnvalda í loftslagsmálum skáldskap og „pólitískan draum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breti nefnir fjóra hluti sem eru að íslenskum ökumönnum – „Agi á akreinum er lélegur“

Breti nefnir fjóra hluti sem eru að íslenskum ökumönnum – „Agi á akreinum er lélegur“