Líkt og greint hefur verið frá verður Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, ekki með brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Það gerist í kjölfar þess að tugir nafnlausara ásakana hafa birst á hendur honum á samfélagsmiðlum, þar sem hann er sakaður um kynferðislega áreitni og jafnvel ofbeldi.
Mest hefur farið fyrir sögum sem birtust á TikTok-síðunni Öfgar en þar eru nú meira en 30 sögur. Ingó hefur neitað ásökununum og sagst ætla að leita réttar síns.
Í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd kemur fram að ákvörðun nefndarinnar verði ekki rædd frekar af hennar hálfu.
Síðustu ár hefur Ingó hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Hann hefur til að mynda stjórnað sjónvarpsþætti á Stöð 2 og séð um brekkusönginn í nokkur skipti.
Nú velta margir fyrir sér ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar að vísa Ingó frá brekkusöngnum, en ljóst er að ansi skiptar skoðanir eru á málinu. Margir vildu hann burt, en aðrir ekki. Þess vegna spyr DV lesendur sína út í málið: