fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fréttir

Þetta er uppáhalds týpa Loga -„Í samræðum leggur hann yfirleitt til að minnsta kosti 90 orð af hverjum hundrað“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 4. júlí 2021 11:03

Logi Bergmann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann á sér uppáhalds týpu af manneskju. Hann vekur máls á þessu í sunndagspistli sínum hjá Morgunblaðinu og greinir lesendum jafnframt frá því hvernig megi þekkja þá týpu.

„Ef ég ætti að velja mér eina uppáhalds týpu þá væir það sennilega sérfræðingurinn. Maðurinn sem er alltaf viss um allt, veit allt betur en flestir aðrir og er óþreytandi að deila því með okkur hinum sem sitjum bara og hlustum og tökum við viskunni.“

Logi segir að það sé hægt að þekkja þessa týpu með eftirfarandi hætti:

„Það er yfirleitt hægt að þekkja hann á miklum yfirlýsingum og alhæfingum. Í samræðum leggur hann yfirleitt til að minnsta kosti 90 orð af hverjum hundrað og virkar mjög sannfærandi. Hann er mikið að vinna með alltaf og aldrei og er óþreytandi að útskýra af hverju heimurinn er eins og hann er. Yfirleitt er skýringin að það sé vegna þess að annað fólk er svo vitlaust.“

Logi segir þessa týpu þó ekki gallalausa.

„Sérfræðingurinn er ekki alltaf sá skemmtilegasti og þess vegna nennum við sjaldnast að vekja máls á því þegar kemur í ljós að hann hefur haft stórkostlega rangt fyrir sér. Það hendir ósjaldan týpuna sem er orðin sérfræðingur í menningu þjóðar áður en hún hefur náð að sækja töskurnar af bandinu á flugvellinum.“

Logi segir að það hafi farið minna fyrir þessari týpu undanfarin ár, líklega vegna þess að með Internetinu hafi heimurinn minnkað og auðveldara sé að sækja sér upplýsingar. Þeir hafi hins vegar ruðst aftur fram á sjónarsviðið í heimsfaraldi COVID-19.

„Allt í einu voru þeir mættir aftur. Tilbúnir að segja okkur hvernig þetta væri allt saman og hvað við ættum að gera til að koma í veg fyrir heimsfaraldur. Og ótrúlegt en satt: Við vorum bara að gera allt meira eða minna vitlaust. Ýmsar aðrar þjóðir voru að spila þetta svo miklu betur og það lá bara fyrir að hér myndi allt fara lóðbeint til helvítis.“

Sérfræðingarnir hafi bent á að við værum klúðra bólusetningum, allt væri gert rangt í skipulagi innanlands og lausnin væri alltaf eitthvað annað en sú sem yfirvöld gripu til.

„Um tíma var það meira að segja þannig að sérfræðingarnir sem vildu loka landinu náðu að sameinast þeim sem vildu galopna allt. Þessir tveir hópar náðu saman á einhvern furðulegan hátt.“

Áberandi meðal sérfræðinga hafi verið gagnrýnin að Nýja-Sjáland og Ástralía væru að fara mun betur að faraldursmálum.  Hins vegar hafi nýlegar fréttir frá þeim löndum verið á þá leið að sjö af stærstu borgum Ástralíu hafi lokað öllu, útgöngubann, grímuskylda og allur pakkinn. Bólusetningar séu líka skammt á veg komnar.

„Þessar fréttir fáum við á sama tíma og við, vitleysingarnir sem ekkert kunnum, afnemum allartakmarkanir.

Ég segi bara: Takk fyrir alla raunverulegu sérfræðingana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lykillinn að snemmbúinni greiningu á Alzheimer gæti falist í þörmunum en ekki heilanum

Lykillinn að snemmbúinni greiningu á Alzheimer gæti falist í þörmunum en ekki heilanum
Fréttir
Í gær

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði
Fréttir
Í gær

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“
Fréttir
Í gær

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað“

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað“