fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Játar á sig hnífstungu fyrir utan Fjallkonuna – segir að um sjálfsvörn hafi verið að ræða

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 4. júlí 2021 23:49

Skjáskot: Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur maður sem var handtekinn eftir hnífstungu í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna, í síðasta mánuði hefur játað á sig verknaðinn. Þetta kemur fram á vef Landsréttar.Ungi maðurinn segir að um sjálfsvörn hafi verið að ræða en að hann framið ódæðið til þess að verjast árás hóps ungmenna. Brotaþoli tilheyrði þeim hópi og á að sögn gerandans að hafa lagt til hans með hníf. Þá segir gerandinn að þessi hópur hafi ítrekað veist að sér síðustu tvo mánuði. Vafi leikur á hvort að myndbandsupptökur styðji þessa frásögn en þó er ekki hægt að útiloka sjálfsvörn..

Sá sem fyrir árásinni varð undirgekkst bráðaaðgerð á Landspítalnum í kjölfarið. Hann var með mjög umfangsmikla áverka og hefði að sögn lækna látist innan 1-2 klukkustunda ef að hann hefði ekki komist undir læknishendur.

Maðurinn var handtekinn að morgni 13. júní síðastliðinn á heimili bróður síns. Hann var úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald en það var síðan framlengt um viku. Lögregla óskaði síðan aftur eftir framlengingu þann 25, júní en því var hafnað í héraðsdómi og sá úrskurður staðfestur í Landsrétti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum