fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Bandaríkjamaðurinn sem týndist við eldgosið var við dauðans dyr – „Ég var ekki viss um að ég yrði á lífi þegar ég fyndist“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. júlí 2021 19:41

Myndin er samsett - Mynd af Scott er skjáskot úr fréttatíma RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott Estill, bandaríski ferðamaðurinn sem týndist við gosstöðvarnar á Reykjanesi í síðustu viku, segist afar þakklátur fyrir lífsbjörgina. „Að segja að ég eigi líf mitt björgunarfólkinu að þakka er afar vægt til orða tekið,“ sagði Scott í viðtali við RÚV fyrr í kvöld. Hann segist að fundið fyrir miklum kærleik frá íslensku þjóðinni,sem hann muni aldrei gleyma. „Þakka ykkur fyrir, þakka ykkur fyrir. Aldrei hætta að leita,“ segir Scott og bendir á að hefði hann fundist einni klukkustund síðar hefði hann ekki haft það af.

Sjá einnig: Eiginkona mannsins sem týndist við eldgosasvæðið á ekki orð til að lýsa þakklæti þeirra – „Þið eruð dá­sam­leg“

Yfir 300 einstaklingar komu að leitinni á Scott á láði og úr lofti. Hann fannst vestan við Núpshlíðarháls – 4 kílómetra frá þeim stað þar sem leiðir skildu við eiginkonu hans, Becky. Þau voru stödd á Íslandi til að halda upp á uppá 35 ára brúðkaupsafmæli sitt .

Rotaðist á hraungrjóti

„Við förum mikið í langar gönguferðir í Bandaríkjunum. Þetta var í fyrsta sinn sem við skiljumst að í gönguferð.Þegar við urðum viðskila við hvort annað við eldfjallið þá endaði ég með að hrasa á hraungrjóti, sem ég sá ekki, rak höfuðið í og missti meðvitund. Ég veit ekki hvort ég var meðvitundarlaus í nokkra mínútur eða nokkrar klukkustundir. Eins og þið vitið breytist veðrið á Íslandi á augabragði og þegar ég vaknaði var ekkert skyggni. Ég vissi ekki hvar ég var, sá ekki gönguleiðina eða neitt. Í stað þess að fara í rétt átt þá fór ég í öfuga átt og rammvilltist,“ segir Scott í viðtali við RÚV.

„Í síðasta skiptið náði ég naumlega að standa upp en hneig strax niður því nýrun gáfu sig. Ég gaf ekki upp alla von um að ég fyndist en ég var bara ekki viss um að ég yrði á lífi þegar ég fyndist.“  Hann lýsir því svo hvernig að hann hafi orðið var við að leit væri í gangi. Tvisvar eða þrisvar hafi þyrla flogið yfir hann og hann reynt að gera viðvart um sig en án árangurs. „Þegar þær flugu svo framhjá vissi ég ekki hver mörg tækifæri ég fengi til viðbótar.“

Hélt að konan sín hefði fundið sig

Hann segist hafa verið á síðustu metrunum þegar björgunarsveitarfólkið birtist. „Þegar konan kom og ávarpaði mig með nafni hélt ég fyrst að það væri konan mín þótt þær séu ekkert líkar. Ég vissi ekki hver þetta var, hvaða manneskja þetta var, en þetta var það fallegasta sem ég hef séð.“

Hann segist ekki hafa haldið að hann myndi sjá fólk aftur þegar að hann lagðist á jörðina, gjörsamlega yfirbugaður.  „Þegar ég sá svo fólk brotnaði ég alveg niður. Eins og tárin sem ég felli núna. Þetta er mjög tilfinningaþrungið. Það er afar gefandi og gott að geta farið úr þessari djúpu lægð að búa sig undir dauðann, ef ég má orða það svo, til þess að sjá konuna mína aftur og loks börnin mín. Það er eitthvað sem ég get ekki lýst með orðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Í gær

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur