fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Nýjar vendingar í baráttu hjólhestahvíslarans – Rándýrt þjófstolið hjól fannst í pörtum í ruslagámum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 3. júlí 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barátta Bjartmars Leóssonar og stuðningsfólks hans við að endurheimta þjófstolin reiðhjól og skyld verðmæti hefur vakið mikla athygli. Rimma Bjartmars og félaga við meintan þjóf sem sakaður er um að hafa stolið MATEX-X rafhjóli að verðmæti 370.000 krónur hefur vakið mikla athygli og verið fjallað um málið í mörgum fjölmiðlum. Um tuttugu manns söfnuðust saman fyrir utan heimili mannsins til að beita hann þrýstingi en einnig til að bregðast við hótunum mannsins í garð Bjartmars.

Lögreglan var kvödd að heimili mannsins en hjólið fannst ekki við húsleit. Málið hefur hins vegar verið upplýst núna og niðurstaðan er óvænt. Hjólið fannst í nokkrum pörtum í nálægð við heimili hins meinta þjófs.

„Fyrst fundust afturdekk, bögglaberi og sæti í töskum ofan í pappagámi hliðina á húsi þjófanna. Svo fannst restin í dag í stórum ruslagámi örstutt frá,“ segir Bjartmar í stuttu spjalli við DV. Hann segir enn fremur að eftir húsleit lögreglu hafi hinn meinti þjófur haft samband við eiganda hjólsins og boðið honum að fá það aftur ef hann greiddi honum 100 þúsund krónur. „Þegar löggan fór þá kom þetta súpertilboð frá þeim,“ segir Bjartmar.

En núna er hjólið semsagt endurheimt, þó í nokkrum hlutum sé. Starfsmaður Rafhjólaseturs Ellingsen hefur boðist til að setja hjólið saman og ganga úr skugga um að allt virki. Eigandi hjólsins er himinlifandi og afar þakklátur þeim sem fundu hjólið hans eftir mikla baráttu. Hann taldi að það væri að eilífu glatað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rússar stækka flugvélaverksmiðju þar sem þeir smíða herflugvélar

Rússar stækka flugvélaverksmiðju þar sem þeir smíða herflugvélar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“