fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Ingibjörg sakar íslenska lækna um græðgi – „Hvaða önnur stétt á Íslandi hefur rétt til að haga sér svona?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 3. júlí 2021 13:00

Mynd/Getty/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir hefur áhyggjur af því að fámenn læknastétt á Íslandi haldi heilbrigðiskerfinu í gíslingu. Telur hún að margir sæki í læknanám ekki vegna hugsjóna um bættan heim og björguð mannslíf heldur vegna hreinnar og beinnar græðgi. Þetta skrifar hún í pistli sem birtist hjá Vísi.

Ingibjörg telur lækna ólma í að einkavæða heilbrigðiskerfið í gróðaskyni.

„Læknar vilja nú ólmir einkavæða heilbrigðiskerfið og gera það eins og í Bandaríkjunum þar sem fjöldi fólks hefur mjög takmarkaðan aðgang að læknisþjónustu.“

Hins vegar hafi þjóðin ítrekað svaraði því til í könnunum að almenningur á Íslandi vill ríkisrekið heilbrigðiskerfi.

„Það eru nefnilega svo margir læknar sem fóru í læknisfræðina, ekki vegna manngæsku eða mannkosta heldur vegna hreinnar og beinnar græðgi.“

Ingibjörg er með hugmynd að lausn. Með því að afnema fjöldatakmörkun í læknanám væri hægt að fjölga læknum.

„Ég legg til að allir sem vilja, fái að læra að verða læknar. Ég legg til að settar verði upp læknadeildir bæði við HR og við Háskólann á Akureyri og við útskrifum um 600 lækna á ári í stað 60 lækna á ári. Ef Landspítalinn segist ekki geta tekið við fleiri kandídötum þá sendum við kandídata út á land, eða erlendis.

Hvaða önnur stétt á Íslandi hefur rétt til að haga sér svona?“

Eins telur Ingibjörg að laun lækna megi lækka töluvert.

„Laun lækna mega alveg lækka um helming. Þeir þurfa ekki alla þessa peninga. Þeir eru ekki alveg svona mikilvægir. Margir eru miklu mikilvægari en þeir. Svo gera þeir alltof mikið af mistökum. Alvarlegum mistökum.“

Bendir Ingibjörg á að í Rússlandi séu læknar með sömu laun og framhaldsskólakennarar og það sé engin regla í heiminum að læknar þurfi að vera hálaunaðir.

„Í Rússlandi er læknisfræði kvennastétt og læknar þar eru með sömu laun og framhaldsskólakennarar.

Það er ekkert náttúrulögmál í þessum alheimi sem segir að læknar verði að vera á ofurlaunum og að almenningur eigi að borga fyrir dýran einkarekstur þeirra!

Fórnum ekki aðgangi allra að læknisþjónustu, vegna græðgi læknastéttarinnar!

Útskrifum 600 lækna á ári í stað 60! AFNEMUM NUMERUS CLAUSUS!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rússar stækka flugvélaverksmiðju þar sem þeir smíða herflugvélar

Rússar stækka flugvélaverksmiðju þar sem þeir smíða herflugvélar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“