fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Herferðin gegn Ingó Veðurguð vekur gagnrýni – „Hvað er að vera „meintur“ kynferðisbrotamaður á Íslandi í dag?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 3. júlí 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirlýsing um 130 kvenna sem mótmæla þeirri ákvörðun þjóðhátíðarnefndar Vestmannaeyjar að fá Ingólf Þórarinsson tónlistarmann – Ingó Veðurguð –  til að stýra brekkusöng á Þjóðhátíð í Eyjum síðar í sumar hefur vakið blendin viðbrögð. Í ummælakerfum fjölmiðla ber mikið á gagnrýni á framgöngu hópsins og sumir saka konurnar um að vega að mannorði tónlistarmannsins í krafti ósannaðra sögusagna en Ingólfur hefur ekki verið kærður fyrir kynferðisbrot eða annað ofbeldi.

Fjallað var um yfirlýsingu hópsins í öllum fjölmiðlum fyrir helgi. Meðal þeirra sem blanda sér í umræðuna er Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og núverandi lögmaður. Þess má geta að það vakti mikla athygli er Guðfinna steig fram í vor og greindi frá skelfilegu kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir í æsku.

Guðfinna deilir frétt RÚV um mál Ingólfs og gerir athugasemd við að hann sé kallaður „meintur“ kynferðisbrotamaður í fréttinni. Er þó um að ræða beina tilvitnun í yfirlýsingu hópsins. Guðfinna segir:

„Hvað er að vera “meintur” kynferðisbrotamaður á Íslandi í dag? Hefur hann verið ákærður fyrir kynferðisbrot?“

„Ég er bara forvitin hvort þessi maður hafi verið àkærður því skilja mà fréttina þannig.“

Í umræðum undir færslu Guðfinnu ber mikið á þeirri skoðun að meintur gerandi sé aðeins sá sem hefur verið ákærður fyrir afbrot. Ingólfur hefur hvorki verið kærður né ákærður.

Í dag birti hópurinn „Öfgar“ 20 nafnlausar reynslusögur þar sem Ingólfur er sakaður um áreitni og kynferðisbrot. Í viðtali við Vísir.is um málið segir Ingólfur að ekkert sé til í þessum sögum. „Maður er orðinn ringlaður. Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert og ég held að það sem er satt eigi eftir að koma í ljós.“

Hann segist enn fremur munu leita réttar síns vegna áburðarins á hann. „Þetta er farið að hafa áhrif atvinnulega og aðallega er þetta leiðinlegt fyrir fólkið sem þekkir mann, að þurfa að standa í þessu. Þetta er orðið svo gróft núna.“ Segist Ingólfur hafa mestar áhyggjur af sínum nánustu í tengslum við þessa umræðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rússar stækka flugvélaverksmiðju þar sem þeir smíða herflugvélar

Rússar stækka flugvélaverksmiðju þar sem þeir smíða herflugvélar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“