fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Hótel Óðinsvé kærir áform Finna um að opna nýjan bar á Bergstaðastræti – „Fólk er að hafa samfarir í þessum fram- og bakgörðum um helgar“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í dag var okkur bent á að til stæði að leyfa breytingar á Bergstaðastræti 2 og gera þar krá/ölstofu með löngum opnunartíma. Aldrei hefur okkur borist erindi til að láta okkur vita þessa framkvæmd né heldur að gefa okkur upplýstan kost um að koma fram með okkar afstöðu. Okkar afstaða er alveg skýlaus; við erum alfarið á móti þessari framkvæmd.“

Á þessum orðum hefst greinargerð Bjarna Hákonarsonar, hótelstjóra Hótels Óðinsvéa, með stjórnsýslukæru fyrirtækisins til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem dagsett er þann 15. júní síðastliðinn. Kæran er lögð fram vegna þeirra fyrirætlana félagsins 101 Húseignir ehf. um að opna krá/ölstofu að Bergstaðastræti 2, þar sem áður var starfrækt Bólstrun Ásgríms um árabil. Eigandi 101 er Guðfinnur Sölvi Karlsson, betur þekktur sem Finni á Prikinu sem hefur áralanga reynslu af slíkum rekstri.

Ástæða kæru hótelsins er sú að við Bergstaðastræti 4 eru fjórar íbúðir sem hótelið leigir út til ferðamanna allt árið og „þeim seld gisting, ró og öryggi“ eins og segir í kærunni. Staðsetning kráarinnar nýju er beint fyrir neðan íbúðirnar og því telur hótelstjórinn að ef áætlanirnar gangi eftir þá muni gestir íbúðanna upplifa verulegt ónæði.

Í kærunni kemur fram að það sé ekki á bætandi við það ónæði sem þegar er í gangi. Þar kemur fram að gestir íbúðanna upplifi þegar mikið ónæði frá nærliggjandi krá.

„Gestir okkar hafa oft átt erfitt með svefn; gestir götunnar hafa gengið örna sinna hvar sem er og hvenær sem er; en þó mest í görðunum sem þarna eru, t.d. í læstum bakgarði okkar; fólk er að hafa samfarir í þessum fram- og bakgörðum um helgar; eigur okkar hafa verið skemmdar,“ segir í kærunni og tekið fram að gestir íbúðanna hafi orðið hræddir við skrílslætin.

Það hafi leitt til þess að hótelið hafi þurft að endurgreiða leigu og fengið yfir sig slæmar umsagninu á bókunarsíðum.

„Í langan tíma hefur Reykjavíkurborg borið gæfu til að leyfa ekki drykkjustaði með langan opnunartíma inni í íbúðahverfum. Ekki byrja á því hér. Ekki láta þetta vera fyrsta staðinn í að teygja þá „menningu“ lengra inn í fleiri hverfi,“ segir Bjarni ennfremur.

Kæran Hótel Óðinsvéa er, eins og áður segir, dagsett þann 16. júní síðastliðinn en umsóknin um leyfi til þess að opna krá í húsnæðinu var veitt þann 7. janúar 2020. Sú leyfisveitinga á að hafa farið framhjá forsvarsmönnum hótelsins. Í svari frá lögfræðingum Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar til úrskurðarnefndarinnar er farið fram á að kærunni sé vísað frá úrskurðarnefnd á þeim grundvelli að hún hafi borist of seint og frestur sé því liðinn. Hefði hún þurft að berast þremur mánuðum eftir leyfisveitingu, það er að segja í síðasta lagi í aprílbyrjun 2020.

Verði kærunni ekki vísað frá á þeim grundvelli þá benda lögfræðingarnir á að starfsemin samræmist aðal- og deiliskipulagi. Starfsemikvóti svæðisins tiltaki að veitingastaðir megi vera allt að 50% af starfseminni í hverfinu en séu í dag 46% eftir að leyfið var gefið við Bergstaðastræti 2. Því hafi ekki verið þörf á að grenndarkynna starfsemina líkt og kærendur halda fram.

Von er á úrskurði nefndarinnar í málinu innan tíðar.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“