fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Hlutabréfaveldi Gillz tútnar út – Á tugi milljóna í Marel og Kviku banka

Fókus
Föstudaginn 2. júlí 2021 20:00

Egill Einarsson gerir það gott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn, fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Egill „Gillz“ Einarsson á umtalsverða eign í tveimur skráðum hlutafélögum í Kauphöll Íslands, Marel og Kviku banka. Þetta kemur fram í ársreikningum félaganna þar sem hluthafar félagsins, stórir sem smáir, eru listaðir upp.

Alls átti Egill 18.460 hluti í Marel og 1.369.111 hluti í Kviku banka í lok árs 2020 samkvæmt hluthafalistum fyrirtækjanna. Verðmæti hlutarins í Marel er tæplega 17 milljónir í dag en hluturinn í Kviku banka er að verðmæti um 32 milljóna króna. Að því gefnu að Egill hafi ekki þegar selt hluti sína þá á hann því um 49 milljónir í fyrirtækjunum tveimur.

Egill er séður í fjárfestingum og hefur gert það afar gott undanfarin ár í rekstri fyrirtækis síns, Fjarþjálfun.is, þar sem færri komast að en vilja til þess að æfa undir handleiðslu kappans. Þá nýtur hann mikilla vinsælda sem fjölmiðlamaður og skemmtikraftur auk þess sem að ritverk hans í gegnum tíðina hafa selst eins og heitar lummur.

Sjá einnig: Fasteignaveldi Gillz tútnar út – Kaupir íbúðir í gríð og erg á Ásbrú og Þorlákshöfn.

DV fjallaði á dögunum um fasteignaveldi Egils en í gegnum einkahlutafélag sitt hefur hann fjárfest í átta íbúðum á undanförnum árum sem hann leigir út. Alls voru sjö íbúðir staðsettar á Ásbrú auk þess sem Egill keypti nýlega eina íbúð í Þorlákshöfn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“