Breska kaffikeðja, Costa Coffee, hyggur á að innreið sína inn á íslenskan markað. Um er að ræða stærstu kaffikeðju Bretlands og næststærstu kaffikeðju heims en fyrirtækið starfrækir um 4.000 kaffihús í 30 löndum. Árið 2019 keypti drykkjavörurisinn Coca-Cola Company keðjuna fyrir um 4,9 milljarða punda.
Á heimasíðu Costa Coffee í Bretlandi er auglýst eftir vörumerkjastjóra fyrir Noreg, Svíþjóð og Ísland en fyrirtækið er ekki enn með neina starfsemi á Norðurlöndum. Í auglýsingunni kemur fram að markmið Costa sé að opna kaffihús í Noregi fyrir árið 2021 og síðan er markmiðið að opna staði í Svíþjóð og Íslandi. Mun starf vörumerkjastjórans felast í að leiða þá vinnu að undirbúa opnun staðanna og gera viðskiptaáætlanir fyrir hvert land.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem breski kaffirisinn hyggur á landvinninga hérlendis. Í ágúst 2018 greindi Fréttablaðið frá því að fyrirtækið væri að leita að heppilegu húsnæði í Reykjavík fyrir sitt fyrsta kaffihús. Leiða má líkur að því að þær áætlanir hafi verið settar á ís þegar félagið var selt til Coca-Cola en núna virðist vera búið að dusta rykið af af þeim.