fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Breski kaffirisinn Costa hyggur á innreið til Íslands

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 10:22

Costa Coffee

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska kaffikeðja, Costa Coffee, hyggur á að innreið sína inn á íslenskan markað. Um er að ræða stærstu kaffikeðju Bretlands og næststærstu kaffikeðju heims en fyrirtækið starfrækir um 4.000 kaffihús í 30 löndum. Árið 2019 keypti drykkjavörurisinn Coca-Cola Company keðjuna fyrir um 4,9 milljarða punda.

Á heimasíðu Costa Coffee í Bretlandi er auglýst eftir vörumerkjastjóra fyrir Noreg, Svíþjóð og Ísland en fyrirtækið er ekki enn með neina starfsemi á Norðurlöndum. Í auglýsingunni kemur fram að markmið Costa sé að opna kaffihús í Noregi fyrir árið 2021 og síðan er markmiðið að opna staði í Svíþjóð og Íslandi. Mun starf vörumerkjastjórans felast í að  leiða þá vinnu að undirbúa opnun staðanna og gera viðskiptaáætlanir fyrir hvert land.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem breski kaffirisinn hyggur á landvinninga hérlendis. Í ágúst 2018 greindi Fréttablaðið frá því að fyrirtækið væri að leita að heppilegu húsnæði í Reykjavík fyrir sitt fyrsta kaffihús. Leiða má líkur að því að þær áætlanir hafi verið settar á ís þegar félagið var selt til Coca-Cola en núna virðist vera búið að dusta rykið af af þeim.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag