Stærðarinnar hoppukastali sem gengur undir nafninu Skrímslið, tókst á loft Akureyri um tvö leytið í dag. Tugir barna voru inn í kastalanum þegar hann hófst á loft hafa sjö börn í kjölfarið verið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, eitt þeirra þurfti að flytja í sjúkraflugi til Reykjavíkur.
Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, er eigandi hoppukastalans og segist bera fulla ábyrgð á slysinu. Í samtali við Vísi segir Gunnar óskiljanlegt að slysið hafi átt sér stað. „Samkvæmt þeim sem ég heyrði í á staðnum kom vindhviða og feykti upp einu horninu á skrímslinu,“ sagði Gunnar en hann var ekki á svæðinu þegar slysið átti sér stað. Telur hann líklegt að festing hafi gefið sig og segist vera miður sín vegna málsins.
„Þetta er mín ákvörðun „at the end of the day. Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna.“
Gunnar segir að Skrímslið verði ekki opnað aftur.
„Við fluttum kastalann norður til að reyna að gleðja Akureyringa. Það er ekki raunin. Það er búið að skera þennan kastala, hann verður ekki opnaður aftur.“