fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Sjö börn slösuð eftir hoppukastalaslysið – Skrímslið verður ekki opnað aftur – „Ég ber ábyrgð“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 16:46

Skrímslið á Akureyri Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærðarinnar hoppukastali sem gengur undir nafninu Skrímslið, tókst á loft Akureyri um tvö leytið í dag. Tugir barna voru inn í kastalanum þegar hann hófst á loft hafa sjö börn í kjölfarið verið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, eitt þeirra þurfti að flytja í sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, er eigandi hoppukastalans og segist bera fulla ábyrgð á slysinu. Í samtali við Vísi segir Gunnar óskiljanlegt að slysið hafi átt sér stað. „Samkvæmt þeim sem ég heyrði í á staðnum kom vindhviða og feykti upp einu horninu á skrímslinu,“ sagði Gunnar en hann var ekki á svæðinu þegar slysið átti sér stað. Telur hann líklegt að festing hafi gefið sig og segist vera miður sín vegna málsins.

„Þetta er mín ákvörðun „at the end of the day. Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna.“

Gunnar segir að Skrímslið verði ekki opnað aftur.

„Við fluttum kastalann norður til að reyna að gleðja Akureyringa. Það er ekki raunin. Það er búið að skera þennan kastala, hann verður ekki opnaður aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka
Fréttir
Í gær

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“
Fréttir
Í gær

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega