fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

Egill er kominn með nóg af gosinu og segir þetta komið gott – „Hann þurfti endilega að flýta sér að gosinu, hinum megin á landinu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 21:45

Egill Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er kominn með nóg af eldgosinu á Reykjanesi ef marka má nýlega færslu hans á Facebook. Þar deilir Egill frétt frá því í dag um að gosið sé orðið heldur aumingjalegt og rislágt og að getgátur séu á lofti um að stutt sé í endalokin. Á gosinu það er að segja, ekki heiminum.

Egill veltir því fyrir sér hvort það sé ekki bara fínt að losna undan gosinu. Það stefni nefnilega allt í rándýrt samgöngutjón og auk þess kunni ferðamenn ekki fótum sínum forráð.

„Er ekki bara ágætt að þetta gos hætti? Það er mengun að því, gæti verið stutt í að það loki Suðurstrandarvegi, og svo er hitt að túristarnir eru óðir og uppvægir að komast að því.“

Það vakti mikinn óhug um helgina er bandaríski ferðamaðurinn, Scott Estill, týndist á gosstöðvunum eftir að hafa orðið viðskila við eiginkonu sína. Leitað var hátt og lágt að Scott sem til allrar hamingju fannst að lokum, hruflaður, meiddur og nokkuð veðraður.

Egill segir að hann hafi hitt Scott og eiginkonu hans nokkrum dögum áður en Scott týndist á Seyðisfirði.

„Hann þurfti endilega að flýta sér að gosinu, hinum meginn á landinu. Endaði svo með því að hann týndist við gosið og varð að gera að honum mikla leit. Ég hitti líka erlenda ferðamenn sem virtust telja nauðsyn að fara tvisvar að gosi, annars væru þeir að missa að einhverju. Ég veit að það var mikið sport að skottast að gosinu og tilkomumikil sýn – en þetta er betra svona.“

Egill verður þó ekki bænheyrður strax en samkvæmt nýjustu fréttum er aftur komið nokkurt fjör í Geldinginn suður með sjó, sem er þá varla steingeldur enn sem komið er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega
Fréttir
Í gær

Ökumaður á buggy-bíl reyndi að stinga lögregluna af

Ökumaður á buggy-bíl reyndi að stinga lögregluna af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lykillinn að snemmbúinni greiningu á Alzheimer gæti falist í þörmunum en ekki heilanum

Lykillinn að snemmbúinni greiningu á Alzheimer gæti falist í þörmunum en ekki heilanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar segir fólk hafi upplifað Kastljósviðtalið sem árás á hinsegin samfélagið – „Fautaskapur“ hjá Snorra

Einar segir fólk hafi upplifað Kastljósviðtalið sem árás á hinsegin samfélagið – „Fautaskapur“ hjá Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“