fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

15 milljóna gjaldþrot griðarstaðar kynferðisafbrotamanna – Starfsmenn dæmdir fyrir kynferðisbrot á börnum

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 11:00

Mynd af Gunnari/Pjetur - Mynd af Laugarásvideo - Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugarásvídeó ehf. hefur verið úrskurðað gjaldþrota en lýstar kröfur voru rúmar 15 milljónir. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. Engar eignir fundust í búinu en vídeóleigan, sem var í 100% eigu Gunnars Jósefssonar, lokaði fyrir fullt og allt árið 2015.

Óhætt er að fullyrða að gustað hafi um Gunnar og starfsemi videóleigunnar undanfarin ár. Skömmu áður en videóleigan lokaði birti Stundin afhjúpun með yfirskriftinni – Ljóta leyndarmálið á videóleigunni.  Hófst greinin á setningunni: „Hóp­ur kyn­ferð­is­brota­manna hef­ur ver­ið við­loð­andi Laug­ar­ásvíd­eó“ sem segir ýmislegt um innihaldið.  Þannig var Gunnar bendlaður við kynferðisbrot á syni sínum, Jósef Smára Brynhildarsyni í umræddri grein.

Jósef steig fram í viðtali við Vikuna árið 2009 og sagðist hafa verið beittur kynferðisofbeldi sem barn. Hann staðfesti í viðtali við Stundina í áðurnefndri grein að það hafi verið faðir hans sem beitti hann ofbeldinu. Hann segir að ofbeldið hafi hafist þegar hann var níu ára gamall.

„Ég þagði og lét þetta yfir mig ganga. Misnotkunin stóð yfir þangað til maðurinn flutti út. Þótt mamma væri kúguð og illa farin andlega veit ég að hún hefði hent honum út ef hana hefði grunað nokkuð í þessa veru. Ég veit ekki hvort bræður mínir voru misnotaðir. Þeir hafa ekki talað um það og líklega fæ ég aldrei að vita það,“ sagði Jósef í viðtali við Vikuna.

Jósef Smári Brynhildarson Mynd/Facebook

Gunnar á tvo aðra syni, þá Gunnar Rúnar Gunnarsson og Sigurð Aron Snorra Gunnarsson. Báðir hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot, líkt og Jósef en hann var dæmdur árið 2019 fyrir að hafa brotið á sofandi manni. Eftir að foreldrar þeirra skildu eignaðist Gunnar Jósefsson aðra konu og eignaðist með henni dóttur. Hún var tekin af þeim árið 2008 þegar hún var 14 ára gömul með úrskurði Barnaverndarnefndar Reykjavíkur.

Árið 2006 kvaðst stelpan hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hendi starfsmanns Laugarásvídeó og var málið kært til lögreglu. Gunnar trúði dóttur sinni ekki en að lokum þótti það ekki sannað að starfsmaður leigunnar hafi brotið á stúlkunni.

Hörður Steinar Tómasson var tíður gestur á heimili Gunnars en hann var starfsmaður leigunnar. Árið 2007 var hann dæmdur fyrir kynferðisbrot en hann lagði bíl sínum fyrir utan Breiðholtsskóla og kallaði tvær ungar stelpur að bílnum. Þegar þær komu að bílnum fór hann að fróa sér undir stýri.

Sama kvöld fór Hörður inn í stigagang í fjölbýlishúsi á eftir ungri stúlku og káfaði á brjóstum hennar. Þá fór hann í Sólheima og fróaði sér í bílnum sínum eftir að hafa kallað þrjú börn að bílnum sínum. Eftir að Hörður afplánaði dóm sinn var hann aftur ráðinn til starfa á Laugarásvídeó.

Hörður er ekki eini dæmdi kynferðisafbrotamaðurinn sem unnið hefur hjá vídeóleigunni en Steinþór Kristjánsson var dæmdur fyrir kynferðisbrot árið 1994. Hann var sakfelldur fyrir að hafa tælt tvo 14 og 15 ára drengi niður í kjallara söluturns sem hann rak. Hann tældi einn þeirra til kynmaka og reyndi hið sama á hinn.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að lagt hefði verið hald á 59 klámmyndir, sem meðal annars innihéldu barnaklám og myndband sem sýndi kynlífsathafnir konu við dýr. Steinþór var einnig dæmdur árið 2007 fyrir að ráðast ölvaður á lögregluþjón. Hann vildi koma aftur til starfa á Laugarásvídeó eftir að hafa afplánað þann dóm en annað en Hörður fékk hann starfið ekki til baka. Gunnar vildi meina að það kæmi óorði á leiguna.

Stundin ræddi einnig við dóttur Steinþórs sem sagði hann hafa brotið á sér þegar hún var barn. Hún kom ekki fram undir nafni en segir að faðir hennar hafi byrjað að brjóta á henni þegar hún var tíu ára gömul.

Árið 2009 kviknaði í Laugarásvídeó og fékk Gunnar mikla vorkunn frá landsmönnum. Blásið var til söfnunar til styrktar honum en aldrei kom í ljós hver kveikti í leigunni.

Jósef Smári hefur farið í nýjan bransa en hann er svokallaður „útfararstjóri“. Það er að hann skráir sig sem eigandi fyrirtækja sem eru að fara í þrot svo raunverulegir eigendur fái ekki gjaldþrot á ferilskránna. DV fjallaði ítarlega um málið á dögunum en Jósef er tengdur félögum sem Guðmundur Ingi í Afstöðu hefur verið að reka.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag