Guðni Th. Jóhannesson er búinn að fá sína seinni sprautu af bóluefni AstraZeneca. Guðni greindi frá þessu á Twitter-síðu forsetaembættisins í dag en með færslunni birti hann mynd af sér fyrir utan Laugardalshöllina.
„Yfir 65% fullorðinna einstaklinga á Íslandi eru nú fullbólusettir og öllum sóttvarnatakmörkunum hefur verið aflétt. Á meðan við fögnum þessum áfanga hugsa ég með þakklæti til allra sem hafa lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn þessum faraldri,“ segir Guðni í færslunni.
Second shot of AstraZeneca✅
Over 65% of adults in 🇮🇸 are now fully #vaccinated and all domestic #COVID restrictions have been lifted. While celebrating this milestone, I think with gratitude to all who have contributed to fighting this pandemic for the benefit of our community. pic.twitter.com/vehYo3iOQm— President of Iceland (@PresidentISL) June 30, 2021