fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Um 900 milljón króna gjaldþrot umdeildrar bílaleigu: Sakaðir um að skrúfa niður kílómetrafjölda seldra bifreiða

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 10:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engar eignir fundust í þrotabúi Grundir ehf. sem var tekið til gjaldþrotaskipta þann 10. júní í fyrra. Lýstar kröfur í búið voru rúmlega 898 milljónir króna.

Grundir ehf. var í eigu Rúnars Laufars Ólafssonar og var félagið rekstrarfélag Green Motion-bílaleigunnar hérlendis.

Í frétt Morgunblaðsins í febrúar 2019 var fjallað um að nokkur fjöldi bifreiða sem verið höfðu í eigu fyrirtækisins voru með rangt skráða kílómetrastöðu.

Var Rúnar spurður hreint út hvort að bílaleigan hefði lækkað kílómetrastöðu bifreiðanna fyrir sölu sagði Rúnar.

„Ég ætla svo sem ekk­ert að tjá mig neitt frek­ar um það. Við þurf­um bara að skoða hvert mál fyr­ir sig og hvað er að ger­ast með hvert mál fyr­ir sig. Alla vega, það sem að mér finnst mik­il­væg­ast að komi fram og mér finnst mik­il­væg­ast í mál­inu er að bíl­arn­ir voru ekki seld­ir með ein­hverj­um svik­sam­leg­um hætti, gagn­vart kúnn­um sem að keyptu þá.“

Þá fjallaði DV síðar á sama ári um þær ásakanir erlendra ferðamanna að bílaleigan viðhafi sviksamlega viðskiptahætti með því að leggja hart  að viðskiptavinum að kaupa kostnaðarsama tryggingu frá Green Motion, án tillits til ferðatrygginga viðkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
Fréttir
Í gær

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað