fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Fjölskylduvinur sakaður um að hafa brotið ítrekað á stúlkubarni á Akureyri

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 29. júní 2021 18:30

Frá Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var í maí ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungri stúlku er hann var gestkomandi á heimili hennar, en maðurinn er vinur fjölskyldu stúlkunnar.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í að minnsta kosti í 5-10 skipti nýtt sér yfirburði og stöðu sína sem fjölskylduvinur til að brjóta á stúlkunni er hún var á aldrinum 7-8 ára. Samkvæmt ákæru var manninum gert að sök að hafa áreitt stúlkuna kynferðislega er hann var gestkomandi á heimili hennar og haft við hana önnur kynferðisbrot en samræði, strokið henni ítrekað utan og innan klæða á kynfærum, rassi og baki, látið hana snerta getnaðarlim sinn og fróað sjálfum sér á meðan.

Eins var manninum gert að sök að hafa skoðað myndir sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annari upplýsinga- eða fjarskiptatækni en í ákæru er greint frá því að á fartölvu hans, sem lögregla lagði hald á árið 2020 hafi fundist 21 slík ljósmynd í eyddum skrám.

Málið hefur verið tekið fyrir hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra og féll dómur fyrr í dag. Samkvæmt símtali blaðamanns við Héraðsdóm Norðurlands eystra er þó ekki hægt að greina frá niðurstöðu dómsins fyrr en á morgun. Um lokað þinghald var að ræða. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita