fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Edda Falak kom Aldísi til bjargar – „Við erum í skýjunum“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 14:50

Aldís Ósk og Edda Falak

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafskútu Aldísar Óskar Björnsdóttur var stolið á dögunum meðan hún stökk inn í Hagkaup í Spönginni að versla. Systir hennar, Brynhildur Diego Kolbeinsdóttir, birti færslu á Facebook í gær þar sem hún óskaði eftir hjálp almennings við að finna hjólið.

Ein þeirra sem sá umrædda færslu var hlaðvarpsstjórnandinn og áhrifavaldurinn Edda Falak sem kom af stað söfnun fyrir Aldísi. Hún byrjaði söfnunina á síðunni GoGetFunding og deildi með fylgjendum sínum á Twitter og Instagram.

Í samtali við DV segir Edda að yfir 200.000 krónur hafi safnast frá einstaklingum sem vildu aðstoða Aldísi. Upphæðirnar sem fólk lagði til voru allt frá 1.000 krónum að 15.000 krónum.

„Elko er í samstarfi með mér í þessu og Aldís má finna sér hvaða hjól sem er. Þeir ætla einnig að gefa henni hjálm og lás,“ segir Edda en það á eftir að ákveða hvað verði gert með það sem safnaðist umfram. Annað hvort verður fólki endurgreitt eða upphæðin gefin til góðgerðamála. Þeir sem vilja fá endurgreitt geta samt beðið um það sama hvað.

Söfnunin fór í gegnum PayPal og þarf fólk sem lagði hönd á plóg að staðfesta greiðsluna í gegnum vefsíðuna svo hún fari.

„Við erum bara alveg í skýjunum. Við eigum ekki til orð yfir þessu. Þetta er ótrúlegt. Við settum inn færslu upprunalega til að fá fólk til að opna augun og líta í kringum sig í von um að finna hjólið. Við áttum ekki von á þessum viðbrögðum,“ segir Brynhildur, systir Aldísar, í samtali við DV. Hún býr í Hveragerði og var á leið til Reykjavíkur að hitta systur sína og móður hennar til að velja nýtt hjól í Elko.

Aldís fær því aftur aukið frelsi með nýrri rafskútu í dag og fallegt að sjá hvernig Edda og Elko brugðust við þegar þau sáu færsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Í gær

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Í gær

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Í gær

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi